Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Page 106
112 Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
nálægt því helmingi meira hey af reitum, sem útlendur á-
burður hefir verið borinn á, í samfleytt 8 ár, en af hin-
um, sem hafa notið fult svo mikils frjóefnaforða í bú-
fjáráburði á sama tíma. Reynsla um síldarmél sem áburð
er enn ófullnægjandi. Verður þessum tilraunum haldið
áfram þar til öruggur samanburður er fenginn.
Túnbótatilraunir. Frá þeim var lítið eitt skýrt í síðasta
riti. Nú nýrri tilraun bætt við. Samanburði á árangri
þakplægingar með undir- og ofanáburði og gaddvöltun með
áburði. Hvortveggja reyndist hafa talsverð áhrif, en þak-
plægði reiturinn nær sér ekki að fullu á fyrsta sumri,
einkum ef þurkar ganga. Annars er nú gaddvöltunin
reynd hér árlega frá 1913. Meðaltal ó tilrauna hefir gefið
um 18% heyauka við völtunina. Eftir 2 ár virðast áhrif
hennar að mestu eða alveg horfin. Oetur hún því ekki
talist til varanlegri túnbóta. Mundi hún talsvert kostnað-
arsöm til framkvæmda 3ja hvert ár.
Beitartilraunir hafa nú staðið yfir í 4 ár í Nesi hjá
Kristjáni Jónssyni, sýslubúfræðing. Er þar leitast fyrir
um áhrif mismunandi beitar og algjörrar friðunar á gras-
vöxt túnanna. Meðaltalsárangur hefir orðið þessi:
Vor- og haustbeitt...................... 332 kgr. af reit.
Vorbeitt................................. 357 — - —
Haustbeitt............................... 409 — - —
Óbeitt................................... 450 — - —
Jafnframt hefir talsverð graslagsbreyting orðið á reit-
unum. Mjúkur þeli myndaður í rótinni á óbeitta reitn-
um og grasvöxtur þar hærri en á hinum beittu. Eflaust
betur lagaður fyrir sláttuvél.
Kartöflutilraunir. Peim haldið áfram eins og að und-
anförnu. Hebronskartöflur halda enn velli, efstar í röð-