Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Page 110
] \ 6 Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
Blómjurtafræi var, sem fyr sagt, sáð í vermireit. Par
stóðu plönturnar í mánuð og 6 vikur, sumar fyrst færð-
ar í sólreit og látnar vera þar 2 vikur, síðan plantað út
í garðinn.
Tilraunir voru gjörðar með margar sortir af bæði ein-
ærum og fjölærum blómum.
Af þeim einæru, sem gáfust bezt, má nefna:
Eilifðarblóm (Acroclineum röseum), blómstraði mjög
mikið. Blómin Ijósrauð og halda sér allan veturinn, ef
þau eru skorin af og þurkuð.
Hörblóm (Linium grandiflorum), skínandi falleg planta.
Blómin dökkrauð með silkigljáa.
Petunia hibryda. Lágvaxin lagleg planta. Blómin stór
í mörgum bláum og rauðum litum.
Escholtzia. Laufblöðin blágræn, blómin gul.
Lobelia. Laufblöðin eru brúnleit með írauðum blæ.
Blóm smá, himinblá á lit. Þolir ekki frost.
Pyretrheum. Laufblöðin Ijósgul, blómin hvít, lítilfjör-
leg. Er ræktuð vegna laufblaðanna. Ágæt í kanta kring-
um blómsturbeð.
Fjölærar plöntur:
Stúdenta nellika (Diantus barbatus) er Ijómandi planta,
harðgjör, og gjörir litlar kröfur hvað snertir umhirðu.
Blómin eru í öllum rauðum litum.
Kvöldstjarna (Hesperis matronalis) gafst ágætlega.
Blómstraði mjög mikið og þurfti lítið fyrir henni að hafa.
Blómin Ijósfjóiublá, ilmsæt.
Lautinantshjarta (Diclytra spectabilis) óx vel, blómstr-
aði á miðju sumri og stóð lengi í blómi. Blómin eins
og hjörtu í laginu, hangandi, rauð á lit, með hvítan
hjartabroddinn.
Brúðarslör (Gybsophila paniculata). Blómin smá, hvít
á lit. Líta út eins og slör, þegar plantan blómstrar mik-
ið. Komst aldrei svo langt, að hún blómstraði í sumar.
Stóð með blómknöppum þegar frostin komu.