Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Page 112
118
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
græðireitinn tvisvar sinnum, með nokkurra daga milli-
bili, og virtist það koma að góðu haldi.
Á sólberjum og ribsi var svört lirfa, sem át blaðkjöt-
ið, svo bara strengirnir stóðu eftir. Mikinn skaða gjörði
þessi lirfa ekki, en allvíða mátti þó sjá hana.«
2. Útbreiðsla verkfæra.
Verkfærapantanir voru með langmesta móti síðastliðið
ár. F>ví miður varð henni ekki fullnægt sem skyldi, sök-
um viðskiftaörðugleika af völdum stríðsins. Pó hefir
vörupantanareikningur félagsins aldrei komizt jafnhátt og
nú. Útvegaðar voru milli 20 og 30 kerrur, talsvert af
hjólum, 11 bíldherfi, 15 sláttuvélar, 6 plógar auk ýmsra
smærri verkfæra. Til næsta árs hefir verið pantað: 70
kerrur, 25 sláttuvélar, 6 hestahrífur, 3 snúningsvélar o.
fl., en tvísýnt mjög um flutningsmöguleika í tæka tíð.
3. Verkleg kensla.
Hún stóð yfir frá 16. maí til 25. júní. Ungfrú Guðrún
Björnsdóttir kendi garðyrkju, bæði verklega og munn-
lega, en undirritaður kendi almenna jarðrækt.
Nemendur voru þessir:
1. Aðalbjörg Jónsdóttir, Fossvöllum, N.-Múlasýslu.
2. Anna Kristjánsdóttir, Æsustöðum, Eyjafjarðarsýslu.
3. Emiiía Helgadóttir, Akureyri.
4. Heiðbjört Björnsdóttir, Veðramóti, Skagafjarðarsýslu.
5. Helga Jónsdóttir, Flugumýri, Skagafjarðarsýslu.
6. Jónína Níelsdóttir, Æsustöðum, Eyjafjarðarsýslu.
7. Þórður Jónsson, Þóroddstað, Eyjafjarðarsýslu.
8. F*rúður Gísladóttir, Miðhúsum, Skagatjarðarsýslu.