Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Page 113
Ársrit Ræktunarfélags Norðuriands. HO
4. Leiðbeiningar og mæling jarðabóta.
Starfað á sama hátt og að undanförnu. Sökum sam-
þyktar síðasta reglulegs alþingis um úthlutun jarðabóta-
styrksins var þó ekki óskað mælingar á jarðabótum hjá
öllum búnaðarfélögum. Leiðbeininga óskað svipað og að
undanförnu.
Sýslubúfræðingar hafa verið þetta ár:
Sigurður Pálmason, Hvammstanga, í Húnavatnssýslu.
H. J. Hólmjárn, Vatnsleysu, í Skagafjarðarsýslu.
Kristján E. Kristjánsson, Hellu, og
Jakob H. Líndal, Akureyri, í Eyjafjarðarsýslu.
Baldvin Friðlaugsson, Reykjum, og
Kristján Jónsson, Nesi, í Pingeyjarsýslum.
5. Kúabúið.
Á síðasta aðalfundi var samþykt að setja á stofn vísi
til kúabús í Gróðrarstöðinni með 5 kúm og 1 nauti.
Tilgangurinn sá, að geta átt yfir að ráða nægum og
þektum húsdýraáburði til ræktunar og tilrauna. Búið
byrjaði í haust með hinum tiltekna gripafjölda.
6- Ýms störf.
Hafa verið hin sömu og undanfarin ár. Útgáfa Árs-
ritsins. Styrkur til trjáplöntunar. Sent ókeypis fræ til
búnaðarfélaga. Leiðbeint skriflega og munnlega á skrif-
stofu félagsins. Pannig afgreidd um 550 bréf.
Jakob H. Líndal.