Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Page 13

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Page 13
13 árstillag, eða 50.00 kr.x) árstillag, einnig gátu hreppabúnað- arfélög gerzt félagar gegn 10.00 kr. ársgjaldi. Æðsta stjórn félagsins var aðalfundur, sem haldinn skyldi ár hvert, og gátu hverjir 20 félagar, eða 15 félagar og búnaðarfélag sent einn fulltrúa á fundinn. Var í upphafi ákveðið, að fundirn- ir yrðu haldnir til skiptis í sýslunum á félagssvæðinu, sem þegar í öndverðu var bundið við Norðlendingafjórðung frá Hrútafirði til Gunnólfsvíkur. Af þessu er ljóst, að ekki var til þess ætlast, að Rf. hefði afskipti af málum hreppabúnaðarfélaganna eða landbúnað- armálum almennt. Markmið þess var að skapa með tilrauna- starfsemi vísindalegan grundvöll undir alhliða ræktun lands- ins: grasrækt, garðrækt, skógrækt og kornrækt, og safna áhugamönnum um þessi mál saman til stuðnings við þau, og jafnframt breiða út þá þekkingu, sem ynnist með tilraunun- um. Um framkvæmdir þessara mála varð vitanlega aðallega komið undir stjórn félagsins og framkvæmdarstjóra, því að sjálfur félagsskapurinn hlaut með þessum hætti að verða alllaus í reipunum, og einkum var hætt við, að er tímar liðu yrðu vanhöld á innheimtu árgjalda. Til þess að knýta félags- böndin fastar bar stjórnin fram tillögu um fasta deildaskipt- ingu félagsins á aðalfundi 1905. Voru tillögur stjórnarinnar samþykktar með nokkrum minni háttar breytingum. Aðal- atriði hinna nýju ákvæða voru, að nú skyldu félagsmenn skipa sér í deildir, er skyldu að jafnaði vera einn hreppur eða kaupstaður, en deild yrði ekki stofnuð með færri en 20 félagsmönnum eða 15 einstaklingum og einu búnaðarfélagi. Hver deild skyldi hafa eitthvert ætlunarverk, sem valið væri í samræmi við störf og stefnumið aðalfélagsins. Einnig skyldu deildirnar taka upp starfsemi hreppabúnaðarfélaganna, þar 1) Ævitillagið hækkaði 1906 í 20 kr., og 1910 í 10 kr. þannig hélst það til 1926 er það hækkaði í 20 kr. en var lækkað aftur í 10 kr. 1934 og loks hækkað í kr. 30,00 1945.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.