Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Blaðsíða 46
46
þeirra vegna eitt merkasta sérfræðiritið,, sem gefið hefur
verið út á íslenzku. Annað mál er það, að slíkar skýrslur eru
ekki að sama skapi skemmtilegar aflestrar, og þær eru væn-
legar til fróðleiks. Auk skýrslnanna hefur Arsritið flutt fjölda
margar gagnmerkar ritgerðir um íslenzk búvísindi. Af sér-
staklega merkum ritgerðum má nefna: Tilraunir með trjá-
rækt á Norðurlandi og Um jarðepli eftir Sigurð Sigurðsson,
Kartöflutilraunir og Um trjárækt eftir [akob H. Líndal,
Um sáðsléttur, Kal, Belgjurtir og Árangur gróðurtilrauna,
allar eftir Olaf Jónsson.
Þótt ýmsir hafi lagt orð í belg, hafa þó framkvæmdarstjór-
ar félagsins ritað miklu mestan hluta þess.
Nú er ætlunin að færa Ársritið í léttara form en áður var
og gera það jafnframt fjölbreytilegra að efni, þannig að það
bæði flytji ritgerðir um skógrækt, náttúrufræði og ýmis
vanda- og menningarmál landbúnaðarins, þótt ekki sé það
um ræktun sérstaklega. Er það von þeirra, er að því standa,
að það í hinu nýja formi megi verða virkur aðili að því
stefnumáli Ræktunarfélagsins að efla ræktun lýðs og lands
á sem flestum sviðum.
d. VERZLUN.
Þegar Ræktunarfélagið hóf starfsemi sína voru flest jarð-
yrkjuverkfæri lítt kunn hér á landi, og það sem verra var,
þau voru torfengin eða ófáanleg í verzlunum þeim, er bænd-
ur skiptu við. Grasfræ, útsæði og erlendur áburður máttu
heita gjörsamlega ófáanlegar vörur.
Ræktunarfélaginu var því nauðugur einn kostur, er það
hóf starfsemi sína og hugðist koma f(')tum undir nýja rækt-
unarmenningu, að gefa mönnum kost á útvegun hinna
nauðsynlegustu tækja til ræktunarframkvæmda. En þá var
ekki um annað að ræða en félagið sjálft tæki upp verzlun
með þessi tæki. Varð verzlun þessi allumfangsmikil um skeið.