Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Side 50

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Side 50
50 anna 1914—18 og næstu ára þar á eftir félaginu þungar í skauti, enda var fjárhagur félagsins í kaldakoli á árunum eftir 1920. Var þá meðal annars efnt til nokkurra samskota meðal félagsmanna 1924. En þótt fé það, er safnaðist næmi ekki mikilli uppliæð, sýndu þó gefendurnir velvildarhug sinn til félagsins, og það að enn lifði hinn sami fórnfýsiandi og á fyrstu árum félagsins. Eftir 1924 tekur félagið að rétta við fjárhagslega. Átti Ólafur Jónsson manna mestan þátt í þeirri viðreisn, en hann efldi mjög búrekstur félagsins eins og fyrr getur, og gætti hins vegar hinnar mestu hagsýni í öllum rekstri, þótt vitan- lega yrði að stilla framkvæmdum í hóf eftir því sem fjárhags- getan leyfði. En svo vel tókst, að bæði batnaði þá fjárhagur félagsins ár frá ári og tilraunastarfsemin jókst stórlega. Þegar svo tilraunastöðin var seld á leigu 1. jan. 1947, er hrein eign félagsins talin 203.023.47 krónur, en þess er þó að gæta, að fasteignir allar eru reiknaðar á fasteignamatnsverði og lausa- fé tiltölulega lágt metið, svo að miklu munar frá gangverði á eignum á þeim tíma, sem sjá má á því, að lausafé leigt til- raunaráði, að frádregnum skuldum er á stofnuninni hvíldu, er metið á kr. 180.490.44. Þar við bætast svo sjóðir að upp- hæð kr. 50.668.36 og fasteignin öll. h. SJÓÐIR FF.LAGSINS. Ræktunarfélag Norðurlands hefur kornið sér upp nokkr- um fastasjóðum, sem aldrei skyldu verða eyðslueyrir, en vextirnir ganga til rekstrar félagsins. Sjóðir þessir eru: Ævi- tillagasjóður, Búnaðarsjóður Norðuramtsins, Gjafasjóður Magnúsar Jónssonar og Minningarsjóður Moritz Fraenckels. Þegar í upphafi var til þess ætlast að ævitillögin yrðu ekki eyðslueyrir, heldur skyldi safna þeini í sjóð, sem að vísu var léður félaginu til framkvæmda, en vextir greiddir af hon- um. En þar sem ævitillögin voru lág og ævifélagar fáir fram-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.