Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Blaðsíða 58
58
þessi starfsemi er að öllu samanlögðu, þótt vafalaust sé þar
ýmissa umbóta þörf.
Ritað mál er það form búnaðarfræðslu, er hér hefur verið
notað mest og ætla mætti að oss hentaði tiltölulega vel. Rit-
uðu máli er auðvelt að dreifa, það er gerhugsaðra en annað
fræðsluform, það er alltaf við hendina og getur náð til allra,
sem einhvern áhuga hafa, og ætti að vera í góðu samræmi
við bókhneigð vora. Ákaflega er þó hætt við, að mikið af því,
sem ritað er um íslenzkan landbúnað, fari fyrir ofan garð og
neðan hjá öllum fjöldanum. Margir sneiða hjá löngum, rök-
studdum greinum og óttast tölur og töflur. Þeir vilja fá efn-
ið tilreitt í stuttu máli, ákveðið og umbúðalaust. Vænta
mætti að framsetningur eins og notaður er í Vasahandbók
bcenda hentaði, en þó mun mikið á skorta að bændur hafi
lært að notfæra sér hana á réttan liátt. Sumir kunna ekki að
leita að þeirri fræðslu, sem þá vanhagar um. Hræðslan við
töflurnar er mjög almenn og. er Jrað illa farið, því að á engan
hátt er hægt að þrengja saman jafn mikilli fræðslu í lítið rúm
eins og í töflu. Töflur eru eins og ljósmyndir eða jafnvel
kvikmyndir. Ein tafla getur endurspeglað efni langrar rit-
gerðar. Þá hafa víst alltof fáir bændur áttað sig á því megin-
atriði, að þeim er ætlað að fullgera Vasahandbókina. Vasa-
handbókin er ekki fullgerð fyrr en bóndinn hefur fyllt út, í
sambandi við sín daglegu störf, töfluform og minnisdálka
bókarinnar. Freyr nær til margra bænda og ætti að vera góð-
ur flytjandi ritaðs máls um búnaðarleg efni, en þó virðist
eitthvað vanta.
Vera má að hér kæmu að beztum notum stuttir Pésar um
einstök dagskrármál landbúnaðarins eða dreifimiðar, eitt
eða tvö blöð að stærð, með stuttorðunr ábendingum og til-
kynningum einmitt þegar þeirra er mest þörf. Þetta yrði að
senda öllum bændum þeim að kostnaðarlausu. Dálítið hefur
verið gert í þessa átt, einkum í sambandi við tilbúinn áburð
og ætla má að það hafi borið nokkurn árangur.