Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Síða 59

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Síða 59
Talað orð er ekki í miklurn hávegum nú orðið. Fjöldinn allur nennir ekki að hlusta og festir illa í minni það, sem hann heyrir, og ef hlustað er, þá er það gert fremur af skyldu heldur en þörf. Utvarpið, það ágæta menningartæki, virðist eiga drjúgan þátt í því að venja fólk af að hlusta. Þar af leiðir að búnaðarfræðsla í útvarpi hefur ekki náð þeim árangri, sem vænzt var og hefur, að því er virðist, reynzt fremur léleg fræsðla. Útvarpið talar en enginn hlustar.eða man stundinni lengur það, sem talað var, og það fer í vöxt þegar erindi eru flutt í skólum eða fundarsölum, að fleiri eða færri lialda uppi hrókaræðum samhliða fyrirlesaranum. Fleira veldur því, að erindaflutningur nær verr marki sínu heldur en áður var. Fámenni sveitanna gerir fundarsókn örðugri en áður og tíminn, sem til umráða er á slíkum fund- um, verður alltof skammur. Áður voru haldin fjölsótt bænda- námsskeið, er vöruðu allt að viku, þar sem skiptust á erindi og umræður, fræðsla og gleðskapur og jjóttu hinn bezti skóli og mannfagnaður. Nú er aðeins hægt að flytja á slíkum samkomum nokkur erindi um hádaginn, enginn tími tii fyr- irspurna eða umræðna, því að fiestir námsskeiðsgestirnir verða að vera heima á málum og vinna sín daglegu störf. Á sama hátt gengur jretta á fræðslufundum búnaðarfélaga og þó miður, því að þar fer fræðslan oft í handaskolum vegna annara félagsstarfa. Þessa fræðslufundi sækja varla aðrir en starfandi bændur. Þeir fara fram hjá unga fólkinu. Helztu breytingar, sem til mála geta komið á fyrirlestra- fræðslunni, eru þessar: 1. Innan hvers héraðs, alls staðar þar, sem því verður við komið, á að velja fræðslumiðstöðvar, þar sem fyrirlestra- fræðslan fer aðallega fram, og sæta síðan færi, þegar sam- gönguskilyrðin eru bezt og annríki í sveitunum tiltölulega minnst, að framkvæma þessa fræðslu. Vegalengdirnar skipta rniklu minna máli nú heldur en áður var. Þessi fræðslustarf- semi yrði þá ekki lengur sérstaklega bundin við hreppa eða

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.