Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Page 62

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Page 62
62 in stjórn, öllum opin. Engar fundargerðir skráðar og engar samþykktir gerðar. Allvíða á landinu ætti að vera sæmileg aðstaða til þess að fitja upp á svona lagaðri starfsemi. Að lokum verður að víkja nokkuð að starfsemi ráðunauta í landbúnaðinum, þótt það hafi raunar þegar verið gert, því að mikill hluti þeirrar fræðslu, sem rædd hefur verið hér að framan, verður og er beint eða óbeint á þeirra vegum, en til- högun ráðanautastarfseminnar hefur verið í deiglunni und- anfarin ár og er svo enn, svo að þess er engan veginn að vænta, að hún sé komin í fast forrn eða kerfi. Það, sem nú er keppt að, er að um allt land sé starfandi viss fjöldi leiðbein- andi manna í jarðrækt og búfjárrækt, jafnvel líka í bygging- armálum, en auk þessa séu svo starfandi landsráðunautar hjá Búnaðarfélagi Islands og jafnvel fleiri stofnunum. Á hinu leytinu er svo rannsóknarstarfsemin framkvæmd af til- raunaráðum, tilraunastjórum og starfsmönnum á landbún- aðardeild Atvinnudeildar háskólans. Síðartaldi flokkurinn á að skapa innlend búvísindi, rannsaka alls konar nýmæli, leita nýrra úrlausna. Ráðunautarnir eru boðberar þeirra ný- mæla, sem rannsóknarstarfið hefur leitt í ljós eða koma í ljós í störfum bændanan sjálfra. Þetta er ekki auðvelt að framkvæma á annan handhægari hátt heldur en gegnum fundahöld, fyrirlestrastarf eða ritað mál. Æskilegt væri, að ráðunautarnir væru útbúnir með hand- hægar myndavélar, svo að þeir gætu tekið myndir af öllu markverðu varðandi búnaðinn, er fyrir augu ber, og sýnt þær aftur á bændafundum í þar til gerðurn sýningarvélum. Ur þessu mætti svo gera sýningarflokka, er gætu gengið að skipt- um milli leiðbeiningarmanna. Safn búfræðilegra kvikmynda til útlána og aðstaða sem víðast til að sýna þær, er og mjög mikils virði. Verulegur þáttur í starfi héraðsráðunautanna er undir- búningur verklegra framkvæmda, svo sem framræsla, og út-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.