Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Page 66

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Page 66
66 lendingar eru fyrsta hafsiglingaþjóð veraldarsögunnar, fyrsta þjóð hnattarins, er sigldi óttalaust, að öllu leyti sjálfbjarga og af eigin hvöt, um ókannað úthaf þvert og endilangt. Þessi hafsiglingaþjóð fann ný lönd í norðri og í vestri og suðvestri heila heimsálfu, kannaði strendur þessara landa og reisti víða á þeint íslenzka byggð. Þessir forfeður vorir gerðu sér svo kunnar strendur Atlantshafsins norðan miðbaugs, að þeir töldu víst, að Atlantshafið væri innhaf, er stæði aðeins á einu svæði, um sundin vestur og norðvestur af Grænlandi, í sambandi við „úthafið“, liafið, sem þeir þekktu fyrir sunnan Asíu og vestan Ameríku. — En Island vantaði skipavið. — Þessi heimssögulegu afrek unnu íslendingar ekki á eigin skipum, — ef ég mætti svo að orði kveða —, heldur á skipum, er smíðuð höfðu verið erlendis, eða úr erlendum viði, ef þau voru smíðuð hér. Vér vorum alls ekki sjálfbjarga um skipa- kost. Ef á landnámsöld jurtanna hefðu borizt hingað nokkur furufræ, mundu á láglendi og í dalbotnum Islands hafa verið nokkrir barrskógar, er land vort byggðist. Þeir mundu ekki hafa orðið uppétnir af búfé, og varla heldur hafa orðið aleytt með öðrum hætti. Vér myndum hafa getað smíðað skip að vild. Siglingar og verzlun Islands hefðu stöðugt haldið áfram að vera í höndum vorrar eigin þjóðar. Hér hefðu risið upp borgir og sú iðja, er þeim fylgir. Skipafloti landsins myndi hafa orðið fljótandi brú fyrir fólksstraum útflytjenda frá Is- landi yfir í lönd vor í Vesturheimi, er haldið hefðu stöðugt áfram að byggjast, og samband þeirra við Island haldizt. Eng- ar hungurplágur, lítil fátækt, engin verzlunaránauð og engin pólitísk ánauð erlendrar þjóðar myndi þá hafa komið á land vort. Fólksfjölgun þjóðar vorrar hefði þá varðveitzt og margfaldazt, og Islendingar væru nú fjölmenn og voldug stórþjóð í tveimur heimsálfum. Svona mjóu munar stundum milli gæfu og ógæfu, rnilli allsnægta og örbirgðar, milli lífs

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.