Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Side 67
67
og dauða. Aðeins nokkur furu- eða grenifræ hefðu getað ráð-
ið örlögum, gæfu eða ógæfu heillar þjóðar um aldir.
Ætti þetta ekki að beina huga vorum að skógrækt?
Skógarnir á Norðurlöndum voru ein af mörgum undir-
stöðuatriðum víkingaaldarinnar í fornöld. ()g þeir eru und-
irstaða einliverrar arðbærustu stóriðju þessara landa nú.
Ber fjöll Vestur-Noregs voru, er sögur vorar hófust, þakin
skógum, og trjáviður úr barrskógum Vestur-Noregs þá og
lengi síðan mikil útflutningsvara. Eftir að skógurinn hvarf,
hefur jarðveginum víða skolað alveg burtu, svo að eftir
stendur nú aðeins nakin klöpp í fjallshlíðunum. Hver er nú
kominn til að segja, hvern þátt eyðing skóga Vesturlandsins
hafi átt í hnignun Noregs á fyrri öldum?
Hví græða Norðmenn, Grikkir og ítalir ekki aftur skóga
í fjöllum sínum? Það er fljótlegra að eyða en endurbæta,
fljótlegra að særa en græða. Annars munu Norðmenn vinna
af kappi að því að græða skóga, og vel má vera, að svo sé einn-
ig í báðum hinum löndunum, því að nauðsyn skóggræðslu er
nú viðurkennd í öllum löndum. En þar sem stormar og regn
eru hreint og beint búin að feykja og skola öllum jarðvegi
burtu, svo að ekkert er eftir nema bert og skafið grunnfjall-
ið, ber og skafin klöpp, þar er um alla yfirsjáanlega tíð
ómögulegt að græða skóg eða hafa nokkra nytjarækt. En svo
er of víða komið og lífsmöguleikarnir að engu orðnir.
Er ísland byggðist, var það viði vaxið milli fjalls og fjöru.
Með þeim orðum mun vera átt við það, að landið hafi verið
þakið birki- og víðiskógi eða viðarkjarri frá fjöru og upp í
kletta í hæstu fjöllum. Skógar uxu norður á Kili og fyrir
sunnan Eiríksjökul. Og enn er hægt að færa sterkar líkur
fyrir Jwí, að kjarr hafi vaxið upp í eða upp undir 600 m. hæð
yfir sjávarflöt inni á hálendinu. Það, sem setur takmörk fyrir
trjágróðri á norðurslóðum, er ef klaki þiðnar ekki, eða ekki
svo mikið í jörðu, að hann fyrirmuni viðarrótum að vinna
starf sitt. Slíkur klaki mun svo til hvergi vera í jörð á hálendi