Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Blaðsíða 70

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Blaðsíða 70
70 glatt. Niðurfall svínaræktarinnar markar, að fyrsta áfanga í eyðing skóganna sé náð, því að svínaræktin var grunduð á skóginum. „Nautalim" var sniðið af trjánum og hvert fellt tré barkað. Birkibörkur og lim er gott og kjarnmikið fóður fyrir naut. Það var hægur vandi að liafa fjölda nauta, meðan sækja mátti í skóginn fóðrið daglega — og nautaræktin trygg. Sauðféð gekk á skóginn og klippti eða nagaði þá sprota, sem sniðillinn skildi eftir. Við höfum skjalfestar sannanir fyrir því, að sauðfé át upp heila skóga á Þýzkalandi og Spáni á síðari hluta miðalda. Á Spáni eru enn stórar auðnir, þar sem sauðfé hefur étið upp skóginn, svo sannar og skjalfestar sögur fari af. Grágás segir, að ef einn maður eigi beitina, þ. e. grasið og rætur þess, en annar skóginn, þá skuli beitareig- andinn beita meðan meir bítur gras en skóg, en skógareig- andinn, þegar meir bítur skóg en sinu. Tún, áveituengjar og annað láglendi hlýtur að hafa gefið svo mikið vetrarfóður handa fénaði í fornöld, að fjalllendið á Islandi hlýtur að hafa verið stórlega ofbeitt. Sjón er sögu ríkari um þetta og það, hvernig fór. Er kjarrið og skógurinn var farinn, var það þó eftir, sem skóginum var stórum dýrmætara, gróðurmoldin, sem hann óx í. Forfeður vorir vissu ekki, hvað þeir gerðu, er þeir eyddu skóginum. En kynslóð eftir kynslóð hefur haft uppblástur- inn fyrir augum og vitað, hvað þar var að gerast, en ekki kunnað úrræði og ekki vitað, hvað til bragðs skyldi taka gegn þessum voða. En vér, sem nú lifum, vitum ofur vel, hvað hægt er að gera og gera ber. Fyrri kynslóðir hafa því nokkra afsökun. En vor kynslóð, sem einnig hefur uppblásturinn og landfokið daglega fyrir augum, og veit bæði, hvað hægt er að gera og gera ber gegn þessum voða, en hefst ekki handa, hún hefur enga afsökun, og það enn síður vegna þess, að hún hefur meiri tíma, rímri efnahag og fullkonrnari tækni en nokkur hinna fyrri kynslóða, til að koma þessu í verk. Á suðurslóðum hafa konungar og illræðismenn herjað á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.