Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Qupperneq 71
71
lönd annarra, eytt þau eða lagt þau undir sig. Land vort
hefur naumast heldur farið varhluta af ágangi erlendra of-
beldismanna. A ég þar fyrst og l'remst við sjóræningja vorra
tíma, fiskiflota þá erlenda, er árum og öldum saman hafa
gengið á fiskimið vor og herjað og rænt í almenningi liið
ytra, er verið hefur sameign allra landsmanna frá öndverðu.
Nóg um það. En hér norður frá hefur óblíða náttúrunnar,
samfara vorri misbrúkun og vangæzlu, gert slíkt hervirki á
landi voru, að það er víðast orðið að auðn, sums staðar alveg
aleytt, svo að ekkert er eftir nema bert grjótið, en hvergi neitt
líkt því, sem það áður var á landnámstíð. Og þessi eyðing
landsins ágerist með hverju ári, hverjum áratug, já, hverjum
degi, sem líður. En vér hiildum að oss höndum og verjumst
raunhæfra aðgerða. Er það afsakanlegt?
Elvar er nú öll ættjarðarástin og þjóðræknin? Hvar er nú
öll hin margrædda skipulagning og ofstjórn vor? Vissulega
ekki þar, sem mest þyrfti á forustu og skipulagi að halda, þ.
e. til að verjast því, að landið fari í auðn.
Sú þjóð, sem ekkert vill leggja í sölurnar til að verja land
sitt, sem vitandi vits vill láta gróðurmold lands síns fjúka
undan fótum sér, á engan rétt á að vera til, á engan tilveru-
rétt.
Vilja íslendingar ekki verja land sitt gegn eyðingu nátt-
úruaflanna?
Hvað vilja þeir leggja í sölurnar?
Til þess að verjast því, að landið verði að auðn, til þess að
verjast því, að gróðurmold þess fjúki og skolist burtu undan
fótum vorum, er aðeins til eitt ráð: að klæða landið aftur
kjarri og skógi eins vítt og þessi gróður getur vaxið inn á há-
lendið, en öðrum gróðri þar, sem þessu verður ekki við
komið og nokkur jarðvegur er eftir.
Þetta verkefni er svo stórfellt, að það verður ekki unnið
nema mað sameinuðu átaki allrar þjóðarinnar, einbeittum
hug og fyllstu þrautseigju allra á löngum tíma. Slík stórfelld