Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Síða 72

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Síða 72
72 hugsjónamál hafa mannbætandi áhrif á alla, sem nærri þeim koma og að þeim vinna. Er hugsjónamennirnir Páll Briem og Sigurður frá Drafla- stöðum hófu trjáræktina norðanlands síðast ánæstliðinniöld, var reynsla í þessum efnum engin hér á landi, og þekking á skógrækt í öðrum löndum einnig stórum skemmra á veg komin en nú er. Þessi fyrsta, sigursæla skógræktarviðleitni hér á landi hlaut því að verða nokkuð fálmkennd, svo sem oft vill verða við fyrstu framkvæmdir hugsjóna. En það hefur verið margra alda draumsjón allrar íslenzku þjóðarinnar að sjá land sitt aftur skógi klætt milli fjalls og fjöru. Það var og er enn hverjum manni sjálfsögð saga, að þar sem skógur eða kjarr óx í fornöld, þar getur það vaxið enn, ef svo nægilegt er eftir af gróðurmold, að kjarr eða tré geti fest rætur. En síðan Skógræktarfélag íslands var stofnað 1930, skógræktarþekkingu og skógræktartilraunum hefur fleygt fram undir forustu hins ötula skógræktarstjóra, Há- konar Bjarnasonar, hefur það komið í ljós og er nú óyggj- andi staðreynd, að barrviðir og lauftré úr öðrum löndum með svipuðu loftslagi og veðurfari og hér er, þrífast eins vel hér og í heimkynnum sínum, og á þetta sér í lagi við um plöntur af fræi og græðlingum frá Alaska. Hæpið sýnist mér þó að byggja of liáar vonir um trjáviðarframleiðslu af barr- viðum frá norðanverðum Noregi. Þar eru að vísu allháir skógar, því að trén eru þar fullorðin. En hin árlega viðar- aukning í slíkum skógum í Norður-Noregi er ekki mikil, svo að þeir þola aðeins lítið árlegt viðarhögg, án þess að ganga til þurrðar. En trén í Alaska eru mjög há og gild í skógum þar, og árlegur viðarvöxtur þeirra skóga mikill. Allar, eða svo til allar, trjátegundir af fræi eða græðlingum frá Alaska hafa þrifizt með sérstökum ágætum hér á landi. Vanhöld á plöntuuppeldi þeirra hafa verið sáralítil og árs- vöxtur þessara nýju vina vorra svo geysimikill.að árssprotará

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.