Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Síða 75

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Síða 75
sumarhagar sauðfénaðarins. Og það er þessi hluti lands vors, sem harðast er orðinn úti af uppblæstri og örfoki og mest ríður á að bjarga frá því að verða alveg algerð gróðurmoldar- laus eyðimörk. Þessum landssvæðum þarf að bjarga. Það er alls ekki hið eðlilega ástand þessara landssvæða að vera eins og þau eru í dag: uppblásin leirflög, melar, skriður, eyði- sandar og gróðurmoldarlitlar eða alveg gróðurmoldarlausar grjótauðnir. Eðlilegt ástand þessara svæða er að vera gróin ræktuðu töðugresi, skýldu með lágvöxnum laufskógi eða kjarri sem yfirgróðri. En vér erum orðin svo vön viðurstyggð eyðileggingarinnar, að vér hugsum ekkert út í þetta og finnst það eðlilegt, að útlit landsins sé eins og það kemur nú fyrir sjónir. Þegar herir erlendra árásarþjóða gera innrás á friðsæl lönd og breyta þeim í auðn með báli og brandi, þá er gripið til vopna gegn óvinunum og eyðileggingunni. Æskulýður lands- ins og hver vopnfær maður er kallaður undir fánana. Sjálf- boðaliðar koma hópum saman. Allir leggja sínaýtrustukrafta fram, og enginn skerst úr leik — og ekkert er til sparað. Þá er ekki spurt um það, hvort verkið borgi sig, ekki um það, hvort vörn landsins sé gróðavænleg eða ekki. Vörn landsins er líf þjóðarinnar eða dauði og hátt hafin yfir allan prósentu- reikning. Og guð veri raunar lofaður fyrir það, að eitthvað æðra er til en bollaleggingar um hallarekstur eða gróða. En náttúrueyðilegging sú, sem herjað hefur á land vort og breytt hefur því að mestu leyti í auðn, herjar látlaust á það og breytir því æ meir og meir í fullkomna auðn, er hún ekki eins skæð og erlendur óvinur, sem herjar með báli og brandi? Ég skal ekki mæla þeim ræningjum bót, er fara með báli og brandi. En þeir láta ekki lítið yfir sér. Það lýsir af eldum þeirra, er byggðin brennur. Fallbyssuskothríð þeirra og sprengjuregn er hávaðasamt, og aftökuskothryðjur á ættjarð-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.