Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Síða 80

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Síða 80
80 Einhver kann að segja, að þetta sé þegnskylduvinnan gamla. En það er víðs fjarri, að svo sé. Markmið þegnskyldu- vinnunnar átti að vera það, að útvega ódýrt vinnuafl til arð- bærra nytjastarfa, svo sem vegalagningu og brúargerða, rækt- unarframkvæmda hjá bændum o. s. frv. Elún var hagspeki- legs eðlis, sérskattur á æskumenn, er greiddist með framlagi vinnu. Hér er ekki að ræða um neitt hagsmunamál, heldur um landvörn, útboð til óarðbærra landvarnarstarfa til bar- áttu gegn náttúruöflum, sem eru markvíst að breyta landi voru í eyðimörk, feykja og skola gróðurmold þess undan fót- um vorum, binda enda á lífsmöguleikana í landinu og breyta því í gróðurlausa grjótauðn. Þessi óvinur hefur viðstöðulaust fengið að herja og eyða landið í ellefu aldir. Nú er fyllilega tími til kominn, að honum sé viðnám veitt.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.