Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1961, Blaðsíða 58
58
Meðalhækkun á félagssvæði liefur reynzt 1400 kg frá 1.
mjaltaskeiði til fullrar mjólkur. Tveir kvígnahópar hafa
mjólkað að 1. kálfi 1800 kg og 2700 kg, sem er um % af
fullri nythæð. Hún ætti því að metast 3000 og 4500 kg, en
verður með reglu Stefáns 1800-þl400 = 3200 og 2700+
1400 = 4100 kg, sem er of hátt í fyrra tilfellinu en of lágt í
því síðara. Auðvitað mætti líka nota hlutfallsregluna, þótt
heildarmeðaltöl yfirfærð á einn eða fáa einstaklinga séu
alltaf hæpin, en því ekki í þessum tilfellum að nota bús-
meðaltölu? Á þessu öllu er sá ljóður, að við losnum ekki
við þær skekkjur, sem orsakast við það að bera saman kyn-
slóðir frá mismunandi tímum og verðum því að grípa til
áætlana og nrisjafnlega vel fenginna stærða til þess að jafna
þann mun.
Satt að segja virðist mér miklu einfaldari og öruggari
lausn augljós og mun hún hafa verið notuð hér að einhverju
leyti beint og óbeint, en það er að bera kvíguhópana, sem
við erum að reyna, saman við jafnöldrur þeirra undan
reyndum nautum á félagssvæðinu. Þá losnum við við ár-
ferðismuninn, kynslóðamuninn og aðbúðarmuninn, sem
jafnast út við það, að kvígurnar, sem bornar eru saman, eru
í báðum tilfellum frá mörgum mismunandi búunr.
Höfuðrök S. A. fyrir ágæti þeirrar aðferðar, að fá nautin
reynd á búunum út um byggðirnar, skulu nú athuguð
nokkru nánar:
1. „Nautin eru prófuð við þær aðstæður, sem ríkja á svæð-
inu, þar sem þau á að nota.“ Ekki fæ ég séð nauðsyn þess,
ef hægt er að prófa nautið á annan hátt. Aðstæður gætu ver-
ið svo slæmar á einu starfssvæði, að afkvæmi nautsins fengju
þar á engan hátt notið sín. Sú reynsla, sem þar fengist af
góðu nauti, gæti þá orðið algerlega fölsk, og engum neinn
akkur í henni nema þeim, er vildu viðhalda sleifaralaginu.
Hitt skal svo játað, að lítið stoðar að kynbæta örar en, að
þeir, sem kynbótanna eiga að njóta hafi bæði getu og vilja
til að nýta þær.