Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1961, Blaðsíða 102

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1961, Blaðsíða 102
102 og nú væri athugandi fyrir bændur landsins að hefja ræktun á fóðurkorni, en til landsins mundi nú flutt árlega um 20 þúsundir smálesta af fóðurkorni, en þörfin fyrir fóð- urkorn myndi aukast á næstu árum. Þá sagði ræðumaður, að á þessu ári hefði kornrækt á Suðurlandi, einkum á söndum í Rangárvallasýslu, hafizt á um það bil 300 ha. landsvæði, en á öllu landinu mundi nú í sumar hafa verið sáð í um 500 ha. lands. Nú væri uppskeru lokið, og mundi hún hafa gefið að meðaltali 16—20 tunnur af byggi eða höfrum af ha. Sumar- ið hefði þó að ýmsu verið óhagstætt til kornræktar, því seint hefði vorað á Austurlandi, og sumarhiti hefði reynzt vera undir meðallagi alls staðar. — Á Suðurlandi hyggja menn á aukna kornrækt, og nú þarf að athuga möguleika fyrir slíku hér á Norðurlandi. Nú hefur ný þekking á þessu sviði og ný tækni með stórvirkum vélum komið til söarunnar, svo og samyrkja margra bænda, en samt sem áður mun kornræktin hér alls ekki vera árviss, einkum hér norðanlands, en getur orðið mikil lyftistöng fyrir landbúnaðinn. Þá lýsti ræðumað- ur ýmsum tækjum og aðferðum, sem nota ber við kornrækt ina, svo og því áburðarmagni, sem nauðsynlegt er, miðað við breytilegan jarðveg. Við kornræktina væri sáðskipti á land- inu nauðsynleg. — Að endingu sýndi ræðumaður litmyndir frá hinum ýmsu kornræktarstöðum í Rangárvallasýslu, þar sem kornrækt og kornræktartilraunir eru gerðar. — Þetta fróðlega erindi dr. Björns Sigurbjörnssonar var þakkað af formanni og fundarmönnum. Næstur tók til máls Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri. Ræddi hann kornræktarmálin yfirleitt, tilraunir og reynslu manna hér á liðnum áratugum, og sagði frá margra ára reynslu sinni í þessum efnum, meðan hann var tilraunastjóri og framkvæmdastjóri Ræktunarfélags Norðurlands. Sagði hann kornrækt hefði yfirleitt ekki heppnazt vel hér norðan- lands á undanförnum áratugum, og því lagst niður víðast hvar. Olafur kvað reynslu sína hafa verið þá, að bygg hefði ekki orðið fullþroskað hér nema ca. 3 ár af hverjum fjórum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.