Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1962, Blaðsíða 11

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1962, Blaðsíða 11
11 Vitneskju um heilbrigði júgursins er mjög þýðingarmik- ið að fá áður en mjaltavélin er sett á kúna. Sé ekki allt með felldu, er þá hægt að fresta því að mjólka kúna þar til síðast. Komi gallarnir fyrst í ljós þegar mjólkin er síuð, þá er það um seinan. Vélin er orðin smituð og er komin á næstu kú, og ef til vill hefur mjaltarinn þá þegar stofnað til nýrrar smitunar og aukinnar útbreiðslu júgurbólgunnar. Vélin má ekki koma of fljótt á kúna. Það tekur ekki langan tíma þar til kýrin fer að selja, ef hún er rétt undirbúin, en það er líka þýðingarmikið að bíða með vélina, þar til kýrin er viðbúin að selja. Þetta sést á því, að spenarnir, sem áður voru linir og slyttulegir, verða nú fullir af mjólk og fjaðurmagnaðir viðkomu. Ef undirbúningurinn er skakkur, eða ef vélin er sett of fljótt á spenana, sýgur vélin tóma spenana og það er enn þá verra en að enda með tómmjöltum, sem þó er engan veg- inn gott. Þess vegna verða allir mjaltarar — einnig þeir yngstu — að æfa sig í að sjá á spenunum hvenær hefja á mjaltirnar. Það er í sjálfu sér enginn vandi að setja vélina á kúna. Þó ættu allir mjaltarar að læra að gera það hljóðlaust. Sog í hylkjunum, meðan verið er að setja þau á, ber vott um klaufaskap og kæruleysi og hver veit nema fleira en loft sogist inn í slöngurnar. Þess verður og að gæta, að spenarn- ir séu eðlilegir í hylkjunum og að ekkert hindri mjaltirnar. Þegar vélin hefur verið sett á réttum tíma á vel tamda kú, líða venjulega ekki nema 2—3 mínútur þar til mjólkur- straumurinn fer að minnka. Sjaldan tæmast allir fjórir júg- urhlutarnir samtímis. Minnkandi mjólkurstraumur til vél- arinnar ber vitni um það, að þeir júgurhlutar, sem minnst er í, eru að tæmast. Rétt framkvæmd aðstoð við vélina á þessu tímabili, gera lok mjaltanna hagkvæm og fyrirbyggja tómmjaltir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.