Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Blaðsíða 8
Vænlegast til árangurs þótti að finna sambandið milli
magns trénis eða trefjaefna, annars vegar og meltanleika
hins vegar. Með auknum þroska eykst trénismagn grass stöð-
ugt, og það verður æ tormeltara.
Þetta er eðlilegt. Við vöxt þarfnast jurtin sterkari stoð-
vefja í frumuveggjum stönguls og blaða. Aðalefni frumu-
veggja er fjölsykran sellulósi — eða beðmi, en nokkuð gætir
skyldra efna — hemisellulósa. Auk þess myndast efni kallað
lignin í frumuveggjum til frekari styrktar.
Þessi efni mynda tréni jurtarinnar. Meltingarhvatar jórt-
urdýra vinna ekki á þeim, og þau væru ómeltanleg fyrir
skepnuna, ef ekki kæmu til ákveðnir gerlar, er hafa nauð-
synlega hvata til meltingar sellulósa og hemisellulósa. í
vömb jórturdýra er urmull slíkra gerla, og skepnan er því
háð þeim við meltingu heyfóðurs, en meltingin er aftur
forsenda þess, að næringarefnin komi skepnunni að gagni.
Gerlar í vömb jórturdýra melta 50—80% sellulósa og
hemisellulósa. Þetta bil stafar af breytilegu magni lignins í
jurtinni, en á því vinna hvorki lífhvatar skepnunnar sjálfr-
ar né hvatar vambargerlanna. Lignin er því algjörlega
ómeltanlegt í eðli sínu. Það bindur líka efnafræðilega nokk-
urn hluta sellulósa og hemisellulósa og gerir þau þar með
ómeltanleg.
Að athuguðu máli má því búast við, að meltanleiki gras-
fóðurs sé í öfugu hlutfalli við trénismagnið, og þetta hefur
sýnt sig við samanburð á skyldum grastegundum2, en síð-
ur, þegar rannsakaðar eru margar, minna skyldar tegundir.
Þetta veldur erfiðleikum, þegar fóðurfræðingar þurfa að
nota trénismagn til áætlunar á meltanleika töðu, sem er
venjulega blanda margra grastegunda.
Osamræmið stafar af eðlismun grastegunda. Hver tegund
verður æ ómeltanlegri eftir því sem á líður sprettu, en
hraði og eðli þessara breytinga fer eftir tegundum. Mismun-
andi tegundir með sama trénismagn geta því verið mjög
misjafnlega vel meltanlegar.
Fóðurfræðingar viðurkenndu fljótt, að trénismagn er
óáreiðanlegur mælikvarði á meltanleika3 og leituðu nýrra
10