Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Síða 13
Með þessari aðferð má jafnan ná 250—300 meltanleika-
ákvörðunum á viku. Henni verða gerð skil hér á eftir.
B. Kostir aðferðar Alexanders.
Alexander kaus að ákveða meltanleika lífrænna efna frem-
ur en þurrefnis. Þetta er betri aðferð af eftirtöldum ástæð-
um:
1. Meltanleiki lífrænna efna segir nánar til um fóðurgildi
sýnisins. í þurrefnisaðferðinni reiknast steinefni til meltan-
legra efna, en hafa raunar ekkert orkugildi. Niðurstöður
byggðar á lífrænum efnum sneiða hjá þessu ósamræmi.
Meltanleiki lífrænna efna er því besti mælikvarðinn á orku-
gildi grasfóðurs í leiðbeiningarstarfi (sjá I. hluta H).
2. Við ákvörðun á meltanleika lífrænna efna hefur jarð-
vegsíblöndun nær engin áhrif á niðurstöður. Alexander
rannsakaði þetta með því að vinna úr sýnum, sem blönduð
höfðu verið jarðvegi, er nam 20% þurrefnis. Niðurstöður
hans sýndu, að meltanleiki þurrefnis lækkaði að mun við
jarðvegsmengun, en meltanleiki lífrænna efna var nær óháð-
ur henni. Sjá eftirfarandi töflu:
Áhrif jarðvegsmengunar á in vitro meltanleika þurrefnis
(ÞE) og lífrænna efna (LE).
Sýni % meltanleiki ÞE. % meltanleiki LE.
Hreint Mengað Hreint Mengað
1 74,8 61,3 74,7 72,9
2 71,6 59,4 69,9 69,0
3 65,6 54,9 63,9 64,4
4 61,2 51,0 60,0 58,8
5 55,1 45,6 53,7 52,5
6 71,1 58,2 72,9 72,2
7 52,9 43,5 50,8 50,4
Meðalt. 7 sýna . 64,6 53,4 63,7 62,9
15