Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Page 16

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Page 16
Ef malað er fínna, gengur of hægt, og sýnið verður of duftkennt. c) Þurrkun. Heysýnin eru þurrkuð aftur við 100° C yfir nótt. Síendurtekin þurrkun lækkar in vitro melt- anleika, og við þurrkun því aðeins tvisvar. d) Vigtun. Af hverju ofnþurru sýni (100% þurrefni) eru nú 0,5 g tvísýni (duplicate) vegin nákvæmlega í melti- glös. Þessi sýni verða melt. A sama tíma eru 1,0 g tví- sýni vegin nákvæmlega í skálar til ákvörðunar á líf- rænu efnainnihaldi hvers sýnis. Meltiglösunum er haldið við 40°C, þar til melting hefst. 4. Blöndun sýnis og vambarvökva, melting hefst. Meðan vambarvökvablandan er höfð sér, fer gerlavirkni hennar minnkandi, því að þeir hafa úr litlu að moða. Því fyrr sem heysýnið er blandað vambarvökvanum, þeim mun betur tekst að halda sömu virkni allan meltitímann. Til að flýta fyrir blöndun, var búin til handdæla, sem er lóðrétt glersprauta með sérstökum lokum, svo að hægt er að dæla vambarvökvanum í hvert meltiglas. í hvert glas fara 50 ml af vambarvökva — munnvatnsblöndunni, og um leið er C02 leitt í glösin til að útiloka loft. Þá er hverju melti- glasi lokað með grimmítappa. Á þeim er einföld loka, sem hleypir úr lofttegundum, er myndast við gerjunina, án þess að sleppa inn lofti. Meltiglösunum er komið í vatnsbaðið að bragði. Með dælunni má blanda í hvert glas á 10 sek. 5. 48 stunda gerjun. Vatnsbaðið er handhægt, því að hægt er að meðhöndla hvert meltiglas fyrir sig, meðan á gerjun stendur, og án þess að kæla þau um of. Hvert meltiglas er tekið upp og hrist varlega þrisvar á dag til að sökkva og blanda heysýninu. Við höfum séð, að sýninu hættir til að fljóta ofan á við gerjunina vegna lofttegunda, sem myndast, og því er nauð- synlegt að hrista í glösunum til að halda jafnri gerjun. 18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.