Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Qupperneq 17
6. pH stilling eftir 24 stunda gerjun.
í skepnunni sjálfri eru afurðir vambargerjunarinnar rok-
gjarnar fitusýrur, sem síast gegnum vambarvegginn, en í
meltiglasinu safnast þær fyrir og valda lækkun á sýrustigi
(pH). Gervimunnvatnið, sem bætt var við vambarvökvann,
kemur í veg fyrir mikla pH lækkun, en til frekara öryggis
stillti Alexander sýrustigið á hverju glasi í pH 6,9 eftir 24
stunda gerjun. Sérstakt tæki með bæði rafskaut og þeytara
var gert fyrir meltiglösin, svo að pH stillingin yrði sem fljót-
legust. Natríum karbónat lausn er bætt í glösin til að hækka
sýrustigið, og síðan eru rafskautið og þeytarinn skoluð með
volgu vatni, sem bætist við blönduna, svo að ekkert tapist
af sýninu eða flytjist milli glasa. C02 er leitt í glösin, þeim
er lokað og síðan komið aftur í vatnsbaðið.
Þetta er eitt af þeim verkum, sem við á R.N. reyndum að
sleppa, og greinir frá því síðar.
7. Blandan sýrð og pepsini bœtt í eftir 48 stunda gerjun.
Eftir 48 stundir er vambargerlameltingin stöðvuð með
því að dæla fyrst 2,0 ml og þá 1,5 ml og síðan 2,5 ml af HCl
(20% v/v) niður með hliðum meltiglassins í vatssba&inu.
Sýrunni er ekki bætt í allri í einu til að koma í veg fyrir
öra myndun C02, sem freyðir í glasinu. Tæki, sem áður er
lýst, er notað til að lækka pH í 1,2 með meiri sýru, þá er 5
ml af pepsínlausn, sem í eru 0,12 g af pepsíni, sprautað í
hvert glas og stöðugt hrært í. Rafskautið og þeytarinn eru
skoluð með volgu vatni, er bætist í meltiglasið, þar til heild-
arrúmmál blöndunnar í hverju glasi er 80 ml. Þá er sami
pepsínstyrkur í hverju glasi. Glösunum er lokað og komið
í vatnsbaðið, þar sem þau sitja enn í 48 stundir.
8. Síun.
Omeltri leif er safnað við lok pepsínmeltingarinnar. Til
þess eru notaðar sérstakar síur, sem gerðar eru fyrir melti-
glösin og hafa sjálfvirka skolun.
19