Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Page 18
Áður en meltiblandan er síuð, er hér um bil 1 g af kísil-
dufti, eða 1 tsk. bætt í hvert glas. Hliðar þess eru síðan
stroknar með gúmmíspaða til að losa viðloðandi föst efni.
Blandan er nú síuð. Omeltar leifar sýnisins safnast í köku á
forbrenndan síupappír úr glertrefjum. Með þessu móti verð-
ur síunin góð og fljótleg. Með tólf síum má sía 50 sýni á
klukkustund.
9. Útreikningar d meltanleika lífreens efnis.
Síupappír og leif hvers sýnis eru sett í álskálar, þurrkaðar
næturlangt við 100°C, kældar og vigtaðar. Þær eru síðan
settar í ofn og brenndar við 480 °C, kældar og vigtaðar á
ný. Mismunurinn á þurrum og brenndum massa hverrar
leifar er massi ómeltra lífrænna efna í 0,5 g af þurrkuðu
heysýni.
Til samanburðar er fundinn heildarmassi lífrænna efna
í hverju sýni með því að vega 1 g af sýni, brenna það við
480 °C og vega aftur.
Einföld formúla til að reikna út in vitro meltanleika líf-
rænna efna verður því:
% meltanleiki massi LE í massi LE í
lífrænna efna = 0,5 g sýms - ómeltn leif x 100
(LE) massi LE í 0,5 g sýnis
í vambarvökvanum sjálfum gætir ómeltra efna, sem taka
verður til greina. Þess vegna eru viðmiðunarglös með vamb-
arvökva eingöngu „melt“ jafnt sýnunum. Mismunandi nið-
urstöður úr þessum tómaglösum (blank) benda líka til, að
vambarvökvinn hafi ekki blandast nógu vel í byrjun.
Lokajafnan, leiðrétt fyrir ómelt efni í vambarvökva, verð-
ur því:
% meltanleiki
lífrænna efna
(LE)
massi LE í / massi LE í massi LE í
0,5 g sýnis \ sýnisleif vökvaleif
massi LE í 0,5 g sýnis
X 100
Með þessari aðferð tekur 5 daga að vinna úr hverju sýni.
20