Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Side 29
sem háliðagras er ríkjandi ásamt ýmsum íslenzkum grösum.
í öðru lagi er mikill hluti þess á sjávarbakka, og má ætla,
að áhrifa sjóroks gæti þar í töluverðum mæli. Túnið hefur
ekki kalið verulega á síðari árum.
Það vekur athygli hve fjöldi mordýra og maura er miklu
meiri í sýnunum frá haustinu 1969 en þeim sem tekin voru
sumarið 1970, og stafar það af því að þessi dýr ná yfirleitt
hámarksfjölda að haustlagi. Sérstaklega er mordýrafjöld-
inn í II mjög óvenjulegur.
Að öðru leyti er samsvörun nokkuð góð milli einstakra
sýna. Mordýr eru yfirleitt fleiri en maurar, sem er andstætt
því sem gerist í flestum öðrum gróðurlendum. I tilrauna-
reitunum á Akureyri voru mordýrin samt heldur færri en
maurar (Jóhannes Sigvaldason 1973), og má því ætla, að
þetta sé sérkenni Víkurbakkatúnsins, sem ef til vill er að
nokkru bundið við nálægð þess við sjó.
Fjöldi nálorma er svipaður í sýnunum, ef frá er skilið
sýnið úr K-II, frá 25. júlí, en þá mun þessi dýraflokkur
hafa verið í lágmarki. Sama virðist og gilda um þyrildýrin.
Sýni 110, sem tekið er rétt eftir slátt, virðist ekki vera telj-
andi frábrugðið meðaltalinu.
Ljóst er af þessari töflu að valt er að byggja mikið á
meðaltölum um dýrafjölda í jarðveginum, nema sýnin séu
tekin á samsvarandi tímum miðað við árstímabreytingar
dýranna, sem eru mjög miklar. Verður nánar skýrt frá þess-
um breytingum í fimmta hluta þessa greinaflokks.
Graslendi.
Þau gróðurlendi, sem hér eru tekin saman undir samheit-
inu graslendi eru allmisjöfn að eðli og tegundasamsetningu,
þótt gras sé ríkjandi í þeim öllum.
Snarrótarmórinn er á sams konar landi og Víkurbakka-
túnið, og ber auk þess vissa líkingu við lyngmóa og gras-
mýrar. Grasbrekkurnar (71 og 72) eru allt annars eðlis. Þar
er língresi ríkjandi. Þúfur eru þar litlar, enda að jafnaði
31