Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Síða 50
Ljóst er af öllu þessu að það eru snjóþættirnir, sem bezt og
nánast fylgja kalskemmdunum.
Tölur þær, sem hér hafa verið lagðar til grundvallar út-
reikningunum, eru frá átta árum í tíu hreppum. Því er hægt
að flokka þær niður milli ára og hreppa og kanna hvort sam-
sveiflan, þ. e. fylgnin, sé bundin við mismun í veðurfari
milli hreppa eða mismun í veðurfari milli ára. Slík könnun
leiddi í ljós að sveifla í veðurfari milli ára að vetri og sveifla
milli hreppa að vori, var orsök sveiflunnar í kalskemmdun-
um. Veðurfarið að vetrinum ræður hve mikið snjómagnið
verður og þetta breytist mest með hinum stóru dráttum í
veðurfarinu, sem eru mismunandi milli ára. Veðurfarið að
vorinu ræður því hve snemma snjóþekjan hverfur, og virð-
ast fínni drættir veðurfarsins, þ. e. munur milli hreppa
ráða hér meiru um.
Þessi könnun leiddi enn fremur í ljós að áhrif sveiflu í
snjóþyngslum á kalskemmdir voru ekki þau sömu í öllum
hreppum. Stafar þetta væntanlega af mismunandi aðstæðum
í hverjum hreppi, bæði mismunandi jarðvegi, landslagi og
veðurfari og einnig mismunandi mælingum á snjódýpt, en
hún er eðlilega háð staðsetningu mælistiku og mati athug-
unarmanns.
b. Snjór, svell og kalskemmdir.
Á mynd 1 eru teiknaðir upp nokkrir veðurfarsþættir á
Raufarhöfn og Vöglum, og eru borin saman tvö ár á hvorri
veðurathugunarstöð, eitt með miklum og annað með litlum
kalskemmdum í viðkomandi hreppi. Á mynd 2 eru síðan á
sama hátt bornar saman tvær stöðvar sama ár.
Það kemur ljóslega fram í þessum samanburði að snjór-
inn er ætíð miklu meiri í kalárum en í þeim árum, sem kal
var lítið eða ekkert. Er þetta hliðstætt því, sem fram kom í
fyrrgreindum fylgnirannsóknum. Snjórinn sjálfur er tæpast
hinn eiginlegi skaðvaldur. Má hins vegar hugsa sér að mik-
ill snjór geti stuðlað að kali á tvo vegu, í fyrsta lagi myndar
hann grundvöll að svellum í vetrarhlákum og í öðru lagi
54