Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Síða 50

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Síða 50
Ljóst er af öllu þessu að það eru snjóþættirnir, sem bezt og nánast fylgja kalskemmdunum. Tölur þær, sem hér hafa verið lagðar til grundvallar út- reikningunum, eru frá átta árum í tíu hreppum. Því er hægt að flokka þær niður milli ára og hreppa og kanna hvort sam- sveiflan, þ. e. fylgnin, sé bundin við mismun í veðurfari milli hreppa eða mismun í veðurfari milli ára. Slík könnun leiddi í ljós að sveifla í veðurfari milli ára að vetri og sveifla milli hreppa að vori, var orsök sveiflunnar í kalskemmdun- um. Veðurfarið að vetrinum ræður hve mikið snjómagnið verður og þetta breytist mest með hinum stóru dráttum í veðurfarinu, sem eru mismunandi milli ára. Veðurfarið að vorinu ræður því hve snemma snjóþekjan hverfur, og virð- ast fínni drættir veðurfarsins, þ. e. munur milli hreppa ráða hér meiru um. Þessi könnun leiddi enn fremur í ljós að áhrif sveiflu í snjóþyngslum á kalskemmdir voru ekki þau sömu í öllum hreppum. Stafar þetta væntanlega af mismunandi aðstæðum í hverjum hreppi, bæði mismunandi jarðvegi, landslagi og veðurfari og einnig mismunandi mælingum á snjódýpt, en hún er eðlilega háð staðsetningu mælistiku og mati athug- unarmanns. b. Snjór, svell og kalskemmdir. Á mynd 1 eru teiknaðir upp nokkrir veðurfarsþættir á Raufarhöfn og Vöglum, og eru borin saman tvö ár á hvorri veðurathugunarstöð, eitt með miklum og annað með litlum kalskemmdum í viðkomandi hreppi. Á mynd 2 eru síðan á sama hátt bornar saman tvær stöðvar sama ár. Það kemur ljóslega fram í þessum samanburði að snjór- inn er ætíð miklu meiri í kalárum en í þeim árum, sem kal var lítið eða ekkert. Er þetta hliðstætt því, sem fram kom í fyrrgreindum fylgnirannsóknum. Snjórinn sjálfur er tæpast hinn eiginlegi skaðvaldur. Má hins vegar hugsa sér að mik- ill snjór geti stuðlað að kali á tvo vegu, í fyrsta lagi myndar hann grundvöll að svellum í vetrarhlákum og í öðru lagi 54
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.