Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Page 63

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Page 63
og/eða rimlar a£ ýmsum gerðum til þess að hægt sé að blása í heyið. í mjög stórum hluta minni hlaða er og einnig ker£i en þó eru enn nokkrar þar sem hvorki sést tangur né tetur af stokkum eða grindum. Lauslega áætlað mun 15% a£ hlöðum vera með annað hvort lélegt eða ekkert kerfi. Súg- þurrkunarkerfi eru af ýmsum gerðum. Algengast er að frá blásara gangi allvíður stokkur (ca. lxl m í þversnið) víðast- ur við blásara en grynnist gjarna til endans. Rimlar eru yfir þessum stokk og oft einnig rimlar til hliðar sem blástur úr stokknum kemst undir og upp í heyið. Nokkuð er því þó samviskusamlega fylgt að rimlar ná ekki nær útvegg en á að giska 1,80—2,00 m, en það er sú fjarlægð, sem talin er æskileg svo ekki tapist loft upp með veggjum þegar hækka fer í hlöðunni. Þessi rimlakerfi eru í flestum tilvikum þann- ig gerð, að rimlar eru í sömu hæð og hlöðugólfið og stokk- urinn því niðurgrafinn. I einstaka tilfellum er stokkur þó ofan gólfs og gjarna með hlöðuvegg og alveg lokaður nema op neðst í þeirri hlið er inn snýr að hlöðumiðju og blæs þar undir rimla sem sums staðar eru lausir á steyptu gólfi og því hægt að fjarlægja þegar hlaða tæmist. Einkennandi fyrir öll þau rimlakerfi sem skoðuð voru var hve þau voru lokuð, op sjaldan meiri en 10—15% af heildar gólffleti hlöðunnar. Er það að fróðra manna áliti of lítið. Þarf að vera 15—25%. Til þess að kanna réttmæti þess að láta smíða svo lokuð kerfi ber nauðsyn til að mæla mótþrýsting í súgþurrkunar- kerfum við mismunandi heymagn í hlöðum. Full ástæða er til að geta þess að þegar op á milli rimla er 15—25% af hlöðugólffleti, eða eins og það þarf að vera, er ekki hugsan- legt að sameina rimlakerfi fyrir súgþurrkun og fjárgrindur eins og sumir búandmenn gera eða hafa hugsað sér til að nota á sauðburði. I nokkrum eldri hlöðum, en einnig í sum- um þeirra allra nýjustu eru svokölluð stokkakerfi. Er þá lokaður stokkur frá blásara um hlöðu endilanga og út frá þessum aðalstokk hliðarstokkar þar sem raufir eru undir fyrir blásturinn. Að öðru jöfnu má gera ráð fyrir að svip- aður árangur náist með hvoru kerfinu sem er, en þó er hugs- anlegt að stokkakerfi séu betri en rimlakerfi þegar um er 67
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.