Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Page 68
ilmandi fóður. í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum er sem fyrr
er ritað meiri partur bænda með fasttengdan blásara og
mótor og nýta þeir þessa tækni að verulegu leyti til þess að
þurrka hey. Þó virðast enn margir í þessum sýslum of ragir
við að taka hálfþurrt hey í súginn, velkjast með það of
lengi á velli fá þannig á það hrakning eða jafnvel að það
verður of þurrt fyrir súgþurrkunina, hleðst upp í hlöðunni
og er ekki nógu gott til gjafar.
Um gagnsemi súgþurrkunar.
Hér að framan hefur verið reynt að færa í letur þá hugmynd
um heyverkun sem við undirritaðir fengum af ferðum okk-
ar um þennan fjórðung í júnísólinni í fyrra og í umhleyp-
ingunum um fardagaleytið í vor þegar á okkur snjóaði bæði
á Hólasandi og Vatnsskarði, en sólskinið baðaði í Óslands-
hlíðinni. Enn hefur ekki verið um það fjallað nema að
litlu leyti hver gagnsemi er að súgþurrkun. Skal nú reynt
að bæta úr því. Á undangengnum þrem árum hefur Rann-
sóknarstofa Norðurlands fengið til efnagreiningar hey frá
bændum víðsvegar af Norðurlandi. Af niðurstöðum þessara
efnagreininga séðum í ljósi þeirra upplýsinga sem nú liggja
fyrir um heyskaparhætti, er ljóst að þar sem súgþurrkun er
i lagi og nýtt er hey mun betra en hjá þeim sem ekki nota
neina súgþurrkun. Þessi munur á heygæðum, ef reiknaður
er til peninga, getur orðið allmikill eins og eftirfarandi
dæmi sýnir svart á hvítu. Bændur tveir slá hver 1000 hesta
af heyi. Annar þessara bænda hefur góða súgþurrkun og
hirðir hey sitt í hlöðu með 35—40% rakamagni, eftir tveggja
daga þurrk þegar vel viðrar. Það sem eftir er af vatni í hey-
inu er svo þurrkað í hlöðu með stöðugum blæstri. Tap á
velli er hér áætlað 3—5% og tap í hlöðu álíka eða samtals
tap ca 8%. Þessi bóndi á því í hlöðunni um haustið 920
hesta með áætluðu fóðurgildi 1,7 kg/fe eða samtals fóður-
einingar í hlöðunni 54000. Hinn bóndinn hefur enga súg-
þurrkun og verður að þurrka sitt hey minnst þrjá til fjóra
daga úti og hefur þannig aukið líkur á meiri hrakningi á
72