Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Page 76
Frjósamar œr.
fóðrunar og meðferðar, þá hafi sérstakt fengieldi tiltölulega
lítil áhrif á frjósemina. Ekki virðist ávinningur af að halda
eldinu áfram um skeið, eftir að ærin hefur fengið, þá ætti
að nægja ríflegt viðhaldsfóður.
Það er ljóst, að með bættri fóðrun má auka frjósemi fjár-
ins verulega á all fljótvirkan hátt. Þótt féð sé tiltölulega
eðlisfrjósamt er það samt grundvallarskilyrði fyrir mikilli
frjósemi, að ærnar séu vel og rétt fóðraðar og hirtar. Því
verður farsælast til framfara, að ætíð fari saman góð með-
ferð og markvisst kynbótastarf, hvort sem verið er að bæta
frjósemi eða aðra eiginleika fjárins.
Hvert er notagildi frjósemishormóna?
Víða um heim hafa verið gerðar umfangsmiklar rannsókn-
ir á áhrifum hormóna (vaka) á kynstarfsemi sauðfjár. Auka
má frjósemi ánna á mjög fljótvirkan hátt með því að inn-
sprauta þær á fengitímanum með frjósemishormónum
(P.M.S.), sem örva egglos. A þessu sviði hafa verið gerðar
all umfangsmiklar rannsóknir á Tilraunabúinu á Hesti og
víðar á landinu, og reynsla þeirra bænda, sem notað hafa
frjósemishormóna um árabil, sýnir, að þessi aðferð til aukn-
ingar frjósemi ánna getur haft hagnýtt gildi við íslenskar
búskaparaðstæður.
80