Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Side 81
sæmilega vænna gimbra. Heppilegast er að taka gimbrarn-
ar til aðhlynningar á haustin, áður en þær fara að leggja af.
Þær þurfa jafna og góða fóðrun allan gjafartímann, en
fengieldi ætti að varast. Lembdir gemlingar þurfa að þyngj-
ast um 10—15 kg yfir veturinn, og ær, sem gengið hafa með
lömbum veturgamlar þurfa mjög gott fóður á öðrum vetri
og síðar, ef vel á að vera. Bæði innlendar og erlendar rann-
sóknir sýna, að sé þannig á málum haldið, líða ærnar ekki
varanlegt þroskatap, og afurðasemi þeirra á æviskeiðinu er
ekki skert, þótt þær séu látnar ala lömb sem gemlingar.
Sé aftur á móti ofangreindum skilyrðum um góða fóðrun
og meðferð ekki fullnægt er vænlegra að hleypa alls ekki
til gimbranna.
Arstíðabundinn fengi- og burðartími.
Svo virðist sem fengitími sauðfjár stjórnist að verulegu
leyti af dagsbirtu, þ. e. a. s. því minni sem birtan er, því
meiri er kynstarfsemin. Þess má geta, að erlendis er raf-
magnsljós notað til þess að hafa áhrif á eða stjórna kyn-
starfsemi ánna. Það hefur lengi verið vitað, að fengitími
íslensku ánna er mjög bundinn við skammdegið, en þó
virðist hann að jafnaði lengri heldur en almennt er gert
ráð fyrir. Rannsóknir á Hvanneyri benda til þess, að í flest-
um tilvikum spanni liinn eðlilegi fengitími fullþroska áa
tímabilið frá nóvember til maí, en nokkru styttri hjá geml-
ingum. Sömuleiðis er hugsanlegur burðartími bundinn árs-
tíðnm, þ. e. a. s. frá apríl fram í september, sem frá fræði-
legu sjónarmiði gefur nokkuð svigrúm til vals á heppileg-
um burðartíma fyrir ærnar. í sambandi við ofangreindar
rannsóknir er safnað upplýsingum frá bændum um ær og
gemlinga, sem borið hafa á óvenjulegum tíma árs, og er
slíkur fróðleikur ætíð kærkominn. Að vísu eru burðir utan
hins hefðbundna sauðburðar tiltölulega fátíðir og heyra til
undantekninga, en þó hafa borist heimildir um burði á
öllum árstímum. Sjaldgæfastir eru slíkir burðir á tímabil-
inu frá október til febrúar.
85