Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Blaðsíða 105
standa yfir í ein þrjú til fjögur ár enn. Eins og ritað hefur
verið um (Ráðstefna BÍ 1975 og Freyr 5—6 tbl. 1975) hefur
þar ýmislegt komið í ljós, við selen gjöf, m. a. meiri frjó-
semi, meiri fallþungi, betri ending ánna og betri hreysti al-
mennt í fénu. A döfinni er að fá til landsins selenköggla,
sem hægt er að koma fyrir í vömb jórturdýra. Ætti að vera
nóg að gefa einn slíkan köggul fyrir lífstíð í kind, þar eð
hann leysist mjög hægt upp í vömbinni, en þó nægilega til
að uppfylla þörf fyrir Se. Búið er að gera margar tilraunir
með þessa köggla í Nýja Sjálandi og Ástralíu með árangri
sem lofar mjög góðu. Er meiningin að fá þessa framleiðslu
til rannsókna hér fyrst og fylgjast með árangrinum í gegn-
um skýrsluhald viðkomandi bæja í samvinnu við Svein
Hallgrímsson sauðfjárráðunaut BI.
Þá beinist athyglin í æ ríkara mæli að ýmsum öðrum
snefilefnum, einkum sínki og kóbolti og er ein athugun í
gangi með þessi efni ásamt selen á kálfum í Fljótum í Skaga-
firði.
Þemba stingur sér niður alltaf öðru hvoru, einkum í
kúm. Getur þetta orðið mjög slæmt og eru dæmi til að upp
undir helmingur kúa á sama bæ hafi þembst upp hvað eft-
ir annað á innistöðu. Sem betur fer er óhætt að segja að
þetta sé yfirleitt mjög auðvelt að fyrirbyggja hér á landi enn
sem komið er. En aðalatriðið er að hlutdeild byggs í fóður-
blöndum fari helst ekki yfir 50% og hefur fóðurblöndunar-
fyrirtækjum á svæði R.N. verið tilkynnt þetta með ósk um
úrbætur þar sem það á við í samráði við Búnaðarsambönd-
in. Þá er í gangi rannsókn á frjósemi kúa í samráði við SNE,
BSE og dýralækni, en illa hefur gengið að fá kýr til að
halda og/eða sjá beiðsli á kúm á nokkrum bæjum, þótt yfir-
leitt hafi sæðingarstarfsemin gengið vel. Er frumniður-
staðna að vænta upp úr næstu áramótum ef vel gengur.
Súrdoðavandamálið er einnig að færast í meiri fókus
undir smásjánni og er ætlunin að vinna að bótum á kvilla
þessum, sumpart jafnhliða frjósemisrannsókninni sem áður
er nefnd.
Þá er á döfinni að gaumgæfa leit að helstu súrdoðavöld-
109