Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Page 114
Þá hófust umræður um skýrslurnar: Kristófer Kristj-
ánsson þakkaði samstarfið við R.N. og Bjarna Guðleifs-
son bæði á fundum og skjóta afgreiðslu heyefnagrein-
inga. Hermóður Guðmundsson gerði fyrirspurn um til-
raunir með áburðartíma á tilbúnum áburði. Hjörtur
Þórarinsson ræddi um notagildi búfjáráburðar og verð-
mæti hans, geymslumáta og áburðartíma. Eggert Ólafs-
son ræddi einnig um notagildi og mikilvægi búfjár-
áburðar o. fl. Jóhannes Sigvaldason taldi vanta tilraun-
ir með áburðartíma fyrir búfjáráburð, en taldi þó líkur
benda til að vorkuldar drægi úr nýtingu. Aðalbjörn
Benediktsson benti á áhrif klaka í jörð á áburðartíma
og rannsókn á því, og spurði um efnagreiningar á vot-
heyi. Auk þess tóku til máls: Þórarinn Lárusson, Grím-
ur Jónsson og Bjarni Guðleifsson og ræddu um fram
komin efni.
3. Reikningar félagsins fyrir árið 1974.
Jóhannes Sigvaldason las upp og skýrði reikningana,
sem samþykktir voru samhljóða.
4. Lögð fram og samþykkt samhljóða eftirfarandi tillaga
frá stjórn félagsins:
Aðalfundur Rf. Nl. haldinn 4. sept. 1975 í barna-
skólanum að Reykjahlíð í Mývatnssveit ákveður að sam-
eina eftirtalda sjóði, sem eru í vörslu félagsins í einn
sjóð er heiti Styrktarsjóður Ræktunarfélags Norður-
lands. Sjóðirnir eru þessir. Ævitillagasjóður Ræktunar-
félagsins, Búnaðarsjóður Norðuramtsins, Gjafasjóður
Magnúsar Jónssonar og Minningarsjóður M. Freankels.
Var þá gefið matarhlé.
5. Skipulagsskrá fyrir Styrktarsjóð Rf. Nl.
Jóhannes Sigvaldason gerði grein fyrir tillögu um
skipulagsskrá sem stjórnin hafði samið.
118