Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Page 5

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Page 5
JÓN HELGASON Bækur og handrit á tveimur húnvetnskum höfuðbólum á 18du öld Um bækur og handrit í Víðidalstungu í tíð Páls lögmanns Vídalíns (1667-1727) og á Þingeyrum í tíð Bjarna sýslumanns Halldórssonar (1703-73), tengdasonar Páls, er tiltölulega mikil vitneskja varðveitt. Aðalheimildirnar eru þrjár skrár sem hér verða táknaðar A, B og C: A: Skrá um bækur, flestar skrifaðar, sem Arni Magnússon mæltist til að fá keyptar, eða réttara sagt greiddar upp í skuld, úr dánarbúi Páls Vídalíns 1728. B: Skrá um handrit og bækur Páls Vídalíns sem fóstursonur hans, Jón Ólafsson úr Grunnavík, hefur tekið saman í Kaupmannahöfn eftir minni. C: Skrá handrita sem Bjarni Halldórsson lét eftir sig. Hún er einungis til í uppskrift eftir skipta-aktinum, sem kallaður er, en það skjal er sjálft glatað. Hér á eftir verður vitnað til fáeinna bóka með skammstöfuðum titli: ANF — Arkiv för nordisk filologi. BiblArn = Bibliotheca Arnamagnæana. Embedsskrivelser = Arne Magnussons Embedsskrivelser og andre offentlige aktstykker, 1916. ÍRSA = íslenzk rit síðari alda. ÍÆ = Páll Eggert Ólason, íslenzkar Æviskrár. KatAM = Kálund, Katalog over Den Arnamagnæanske Hánd- skriftsamling. KatKB = Kálund, Katalog over de oldnorsk-islandske hándskrift- er i Det store Kongelige Bibliotek og i Universitetsbiblioteket, 1900. PrivBrevv. = Arne Magnussons Private Brevveksling, 1920. Skrá = Páll Eggert Ólason, Skrá um handritasöfn Landsbóka- safnsins.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.