Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Qupperneq 6

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Qupperneq 6
6 JÓN HELGASON Skýr. = Skýríngar yfir Fornyrði Lögbókar þeirrar, er Jónsbók kallast, samdar af Páli lögmanni Vídalín, 1854. Smæ = Bogi Benediktsson, Sýslumannaæfir. Vísnakver = Vísnakver Páls lögmanns Vídalíns. Jón Porkelsson sá um prentun á því, 1897. Páll Vídalín var við nám í Kaupmannahöfn 1685-8 og hefur þá kynnzt Arna Magnússyni, sem þar var fyrir. Grunnavíkur-Jón kunni tvær hispurslausar vísur sem hann segir þeir hafi þá kveðið hvor uppá annan (Vísnakver bls. 12—13). Bréf sem farið hafa milli þeirra eru engin varðveitt eldri en frá árinu 1704 (PrivBrevv. 658 o. áfr.), en þá voru þeir komnir í tölu virðingarmanna og skrifuðust á með þéringum og hátíðleik, „minn herra“ er ávarp Páls. En varla er líklegt að þeir hafi haldið þeim tón ef þeir mæltust einir við. Páll hefur tekið við búi í Víðidglstungu eftir að faðir hans, Jón Þorláksson, dó 1695. Arið eftir gekk Páll að eiga Þorbjörgu dóttur Magnúsar Jónssonar digra í Vigur. Magnús (dó 1702) hafði átt mikið handritasafn, einkum bækur sem hann haíði látið skrifa og jafnvel skrifað sjálfur (sbr. inngang að Kvæðabók úr Vigur, 1955). Um sum handrit Páls sem nefnd verða hér á eftir er þess getið að þau hafi verið frá Vigur. Það er alkunnugt að þegar 18da öld var nýgengin í garð tók stjórnin í Kaupmannahöfn rögg á sig og setti nefnd sem átti að gera tillögur til umbóta um margt sem aflaga þótti fara á Islandi. Nefndin var skipuð aðeins tveimur mönnum, þeim Arna Magnússyni og Páli Vídalín. í erindisbréfi þeirra dagsettu 22an maí 1702 (Lovsamling for Island I, 1853, bls. 584 o. áfr., sbr. Embedsskrivelser bls. 12 o. áfr.) var þeim m. a. boðið að gera jarðabók um landið allt. Arni brá þá við og fór til íslands. Hann var kominn á Hofsós 24ða júní, og hefði nú mátt vænta þess að hann hefði allrafyrst hraðað sér vestur í Víðidal til að segja samnefndarmanni sínum tíðindin og undirbúa framkvæmdir þeirra. En Arni kaus heldur að ríða heim að Hólum og heimsækja fornvin sinn Björn biskup Þorleifsson. Síðan varð hann biskupi samferða til alþingis, og Pál hitti hann ekki fyrr en við Oxará. Þetta er ljóst af bréfum Arna til rentukammers (Embedsskrivelser 22 og 321), þakkarbréfi hans til biskups (PrivBrevv. 578) og Eyrarannál (Annál- ar 1400-1800 III 414). Þeir félagar, Arni og Páll, byrjuðu síðsumars 1702 að taka saman
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.