Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Side 12

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Side 12
12 JÓN HELGASON A 5. Þykk dómaskræða, mestöll með hendi Magnúsar í Vigur, kynni að vera sama bók og B 88, en er þó mjög vafasamt, því að JÓl. hefur ekki munað vel eftir bókinni. Hafi þar verið dómar Jóns Magnús- sonar sýslumanns í Dölum, eins og JÓl. minnti, er ólíklegt að Magnús í Vigur hafi skrifað þá, því að Jón varð sýslumaður (fyrst í Strandasýslu) 1699, en Magnús dó í marz 1702. A 6. Sama bók og B 28. Blanda er gömul ritgerð um stjörnugang og tímatal (Alfræði íslenzk II, 1914—18, bls. 1 o. áfr.). Annað Blöndu- handrit er nefnt C 78. Sjá nánara athugasemd við B 54. A 7. Sama bók og B 29, ekki nefnd í C. A 8. Sama bók og B 39-40, ekki nefnd í C. A 9. Sama bók og B 42 (og B 44), C 51. A 10. Ekki nefnd í B, gæti verið sama bók og C 27. A 11. Af orðum Arna er helzt að ráða að hann hafi ekki séð þessa bók sjálfur, heldur hafi annar (ugglaust PVíd.) sagt honum af henni. Ástríður Jónsdóttir, vermóðir (þ. e. tengdamóðir) Páls, dó 1719. Bókin verður ekki fundin í B eða C, en í Skýr. bls. 353, 377, 492—3 og 506 nefnir Páll Heiðsivjaþingsbók (á dönsku) á pappír sem hann eigi frá Holti í Önundarfirði „eptir séra Jón Jónsson“; sá Jón var faðir Astríðar. A 12. Um þessa lögbók er augljóst að Arni hefur talið hana bera af öðrunr sem Páll hafði átt, en óvíst er hvað um hana hefur orðið eða hvort hún er ennþá til. í B 73 eru nefndar „hér um 10 membranæ með þeirri afgönrlu“ og gæti verið að sú afgamla væri A 12. A 13. Að lögbókarhandritum Páls Vídalíns verður vikið á bls. 30 hér á eftir. A 14—16. Um elztu prentaðar lögbækur, sem hér er talað um, sjá einkum Islandica IX, 1916, bls. 22-3, 26, sbr. inngang að Jónsbók, 1904, bls. XXI-XXIII, og að Monumenta Typographica Islandica III, 1934. Árni getur þess um A 14 að Páll hafi fengið þá bók á Slítandastöðum í Staðarsveit; þar bjó sr. Páll Ketilsson frændi Árna og síðar sonur hans Böðvar Pálsson. A 17. Sama bók og B 13, ekki nefnd í C. Um Bragða-Perus sbr. Gering, Isl. ævent. nr. LXXXI, um meistara Pál sbr. Brit. Library Add. 4857 aftast. A viðbót. Hér eru fyrst nefndar fáeinar prentbækur; Rím herra Guðbrands var prentað á Hólum 1611 (Islandica XIV 14—15). Saltari sr. Páls í Selárdal m(anu) sc(riptus) kann að vera sama bók og C 38. Kverið með hendi Gísla (Jónssonar) í Melrakkadal kemur ekki

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.