Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Side 16

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Side 16
16 JÓN HELGASON er komin til safnsins frá Finni Magnússyni í Kaupmannahöfn og er talin nr. 402 meðal handrita sem Finnur seldi til Lundúna 1837 (AM 925 4to). Þar eru margir ósamstæðir hlutar bundnir saman. „Þesse Bok er inn Saumud þan 18 Nóvemb. 1826“ stendur á bl. lOv. Tveir partar eru með hendi Grunnavíkur-Jóns, báðir fyrirferðarlitlir. Annar er blöðin 60-68; þau hefur Jón skrifað í febrúar 1778 fyrir Skúla Magnússon. Hinn er blöðin 69-73; þar hefur Jón skrifað þá skrá um handrit og bækur Páls Vídalíns sem prentuð er hér á eftir. Af handbragði virðist mega ráða að Jón hafi ritað skrána ungur, svo sem 1730 eða þar um bil. Það er ljóst að skráin er samin eftir minni. Jón hefur verið bókhnýsinn á uppvaxtarárum sínum, og alkunnugt er af endursögn hans á Heiðarvíga sögu að meðan hann var á bezta aldri var minnið óvenjulega traust. En illt er að ímynda sér erfiðari minnisþraut en að rifja upp um heilan sæg bóka með margblönduðu efni hvað staðið hafi í hverri einni, og þess sér einatt merki í skránni: stundum leiðréttir Jón við nánari íhugun það sem hann hefur fyrst skrifað (ýms dæmi eru í neðanmálsgreinum á bls. 17-22), stundum slær hann varnagla („minnir mig“ 12, 96, „að mig minnir“ 80, 88, 114, „næsta hvert...“ 41), og stundum sést, ef borið er saman við aðrar heimildir, að honum hefur skjátlazt. Skráin hefur, eins og hún er varðveitt, öllu meiri svip af uppkasti en hreinriti, og Jón hefur sjálfur haldið henni ævilangt; það sést bæði af því, að við fyrirsögnina er viðbót hans með ártalinu 1737, og að á síðustu blaðsíðu er krot frá ellidögum hans.1 Hvar hún hefur verið frá því að Jón lézt 1779 þangað til Finnur Magnússon eignaðist hana, líklega í Kaupmannahöfn, verður ekki fundið. Um ástæður til þess að Jón Ólafsson tók þessa skrá saman fiýgur manni fyrst í hug hvort Árni Magnússon kunni að hafa beðið um hana. En varla virðist það líklegt, því að ljóst er af því sem hér hefur áður verið rakið að Arni hefur haft aðra traustari vitneskju um bækur Páls og sjálfur skoðað þær, að minnsta kosti sumar. En jafnvel þó að Árni hafi ekki beinlínis pantað skrána, má gera sér í hugarlund að Jón hafi ímyndað sér að honum mundi þykja vænt um að fá hana. Það getur vel verið að hann hafi fært Árna skrána í frambærilegra eintaki en því sem varðveitzt hefur, og að úr hreinritinu hafi skapazt einn neisti í bálið 1728. 1 í þcssu kroti er nefnd bókin De consolatione philosophiæ eftir Boethius og þess getið að Árni Magnússon hafi haft á henni sérstakar mætur: „Ass(essor) Arne sal(uge) hiellt af þvi qvere.“

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.