Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Side 24

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Side 24
24 JÓN HELGASON B 9. Sama bók og C 21. Nú Add. 4859 í Brit. Libr., sjá bls. 40. Á bókinni eru 24 sögur eins og JÓl. segir, en hann hefur ekki munað þær allar né verið öruggur um röðina. Sagan af Ármanni og Þorsteini gála er talin í B 10, en á heima í B 9, sbr. ÍRSA 5ta bindi bls. 40. B 11. Sama bók og C 18. Nú Add. 4868 í Brit. Libr., sjá bls. 41. JÓl. hefur ekki munað eftir öllum sögum sem á bókinni standa. B 12. Sumt sem af þessari bók er sagt gæti átt við handrit sem greint er frá í Kvæðabók úr Vigur, inngangi bls. 10 (nú Ny kgl. sml. 2405 fol.), en þó getur ekki verið um sömu bók að ræða. JÓl. hélt sig muna að í B 12 hafi verið tileinkun til Kristjáns konungs fimmta (hann sat að ríkjum 1670—99), en engin dæmi eru um slíkar tileinkanir í öðrum Vigurbókum. B 13. Sama bók og A 17. B 14. Sömu sögur í sömu röð voru taldar í B 10 og má vera að hér sé eitthvað málum blandað. B 15. „samannlesen“ merkir líklega að orðamunur hefur verið skrifaður utanmáls eða yfir línum. B 16. Ásgeir Jónsson mun vera annar maður en hinn alkunni bókaskrifari með þessu nafni, sjá bls. 29. B 17. Fyrirsögnin Sögubækur í 4to mun eiga við allar bækumar B 17-29. B 20. Hólmfríður, dóttir Páls Vídalíns, sbr. B 32. B 23. PVíd. nefnir í bréfi til Árna Magnússonar 1722 „scriptum Jóns málara mjög fáort um álfa“ er hann hafi í höndum haft, og heldur þessi „hrakblöð“ muni enn liggja hjá sér (PrivBrevv. 679-80). — Upphlaup endurskírara (Wiedertáufer) á Þýzkalandi var 1521 og þar á eftir. — Um Ólaf (Oddsson) á Hjalla (í Höíðahverfi), sjá Skrá III 381 (Draumur). B 25. Vitneskju um Karlamagnús sögu í Vigur, í Víðidalstungu og á Þingeyrum má tína saman í brotum sem naumast er unnt að átta sig á nema ný gögn komi fram. í B 25 er nefnd Karlamagnús saga (í 4to) með örsmárri fljótaskrift og ekki fleiri sögur í sama bindi. í C 33 er talin sögubók sem byrji á Karlamagnús sögu og kölluð gamalt manuscriptum. Þess er ekki getið hverjar sögur aðrar voru á bókinni. í Kvæðabók úr Vigur bls. 12—13 er prentað efnisyfirlit bókar í 4to sem Magnús Jónsson (í Vigur) átti; Karlamagnús saga var þar fremst af níu sögum. Annars er allt ókunnugt um þessa bók. Lbs. 156 4to. Hér er Karlamagnús saga ein á bók (207 blöð),

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.