Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Page 29

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Page 29
BÆKUR í VÍÐIDALSTUNGU OG A ÞINGEYRUM 29 bróðursonur Árna Magnússonar og systursonur PVíd.; frændur hans hafa viljað láta hann ganga skólaveginn, en það lánaðist ekki (sbr. Árni Magnússons Levned og Skrifter I 2, bls. 38-9). Ein námsbók hans, Gazophylacium s. promtuarium latinitatis eftir G.M. Koenig (1616-99), hefur orðið innlyksa hjá móðurbróður hans. - Nafnið Salmis (B 144) á að vera Salmasius. JÓl. getur þess stundum hverjir skrifað haíi þær bækur sem taldar eru í skrá hans. Nöfnin eru þessi í stafrófsröð: Ari, kallaður Kúlu-Ari 42. Ari Jónsson á Kúlu í Arnarfirði er nefndur í Smæ., en hér er naumast átt við hann, sbr. BiblArn XXIX 284. Kúla getur verið stytting fyrir Auðkúla (sbr. Ann. 1400—1800 I 720). Ásgeir Jónsson 16. Var heimiliskennari lijá PVíd. 1716—17, dó 1718 (ÍÆ). Halldór Einarsson 114. Hann var um hríð hjá PVíd. (ÍÆ), síðar sýslumaður, dó 1707 í bólunni, eins og fleiri sem nefndir verða hér á eftir. Sr. Helgi 53, þ. e. Helgi Ólafsson, varð 1689 prestur á Stað í Hrútafirði, dó 1707. Sr. Jón Gíslason 71, líklega J.G. prestur á Torfastöðum, dó 1707; móðir hans og móðir PVíd. voru systur. Sr. Jón Grímúlfsson 17, 18, 45, 56, 90. Haíði verið prestur fáein ár en missti prestskap, var lengi í þjónustu PVíd. (ÍÆ). Jón Ólafsson 51, 75. Mun vera höfundur skrárinnar (1705-79), fóstri PVíd. Jón Sigurðsson 15, 73. Mun vera annar fóstri PVíd., varð prestur að Eyri í Skutulsfirði, dó í Kaupmannahöfn 1757. Hann var prestvígður 6ta ágúst 1730; ef skrá JÓl. væri tekin síðar saman hefði hann sennilega titlað nafna sinn. Sr. Jón Þórarinsson 22. Varð prestur á Þingeyrum 1691, að Hjarðarholti 1699, dó 1730. Jón Þórðarson 4, 6, 9, 10. Var einn af helztu skrifurum Magnúsar Jónssonar í Vigur. Magnús Einarsson 1, 19, 20, 44, 73 (?, foðurnafni sleppt), 74, 78, 118. Ugglaust sá Magnús sem venjulega er kenndur við Jörfa og skrifaði mikið fyrir Árna Magnússon, átti einnig hlut í samantekt jarðabókar Á. M. og PVíd. (einkum 6ta og 7da bindi).

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.