Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Page 52

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Page 52
52 FINNBOGI GUÐMUNDSSON »Utskýríng Lögmannsens Pauls Iönssonar Vidalins yfer Fornyrde . . . Lögbökar. « — Framan við liggr registr m. annarri (yngri) h.“ Páll Eggert segir svo um feril handritsins: Jón bókavörður Arnason hefir fengið hdr. á uppboði eftir Þórð dómstjóra Sveinbjörnsson. - En fremst í bindinu stendur m. h. Jóns Arnasonar: Keypt á Auction Þórðar Sveinbjarnarsonar 1867 (í fyrstu misritað 1767). Þórður Sveinbjörnsson hefur eflaust fengið handritið frá Guð- mundi Þorsteinssyni, er var næstelzti sonur Þorsteins, bjó í Skarfanesi ogvar hreppstjóri þar frá 1817, en fluttist 1836 að Bræðratungu og ári síðar að Hlíð í Gnúpverjahreppi, að því er Einar Jónsson mynd- höggvari segir í grein um Þorstein málara son hans í 12. árgangi Óðins (1916-17), bls. 43-47. Skúli Gíslason víkur að Guðmundi í bréfi skrifuðu á Stóranúpi 22. nóvember 1858 til Jóns Árnasonar, er leitað hafði til hans um þjóðsagnaefni. Skúli segir þá m. a.: „Hér er lítið að hafa hjá öllum, nema hvað Guðmundur bóndi Þorsteinsson í Hlíð á nokkrar skrifaðar bækur, sem ég áliti bezt komnar til safnsins og sumar góða eign fyrir það.‘“ Nokkru síðar, í bréfi til Jóns Árnasonar skrifuðu á Stóranúpi 31. marz 1859, víkur hann enn að Guðmundi, þegar hann segir: „Guðmundur í Hlíð lét Sveinbjörnsen heitinn hafa helztu bækur sínar, og er mér ekki grunlaust, að hann sé öngulsárari með bækur sínar síðan, að minnsta kosti fer hann undan í flæmingi, þegar ég kem nærri því, hvernig hann vilji ráðstafa bókum sínum. Hið helzta afþví, sem ég hef séð hjá honum, er Kennidómsspegill, skrifuð bók, ekki ómerkileg, Pastoraltheologie eftir Pál prófast Björnsson í Selárdal, d. 1706. Hann var merkisklerkur, en nafntogaður fyrir galdratrú sína.“1 2 Þórður Sveinbjörnsson var sýslumaður í Árnesþingi 1822—34 og sat í Hjálmholti. Guðmundur Þorsteinsson var þá ekki enn kominn vestur fyrir Þjórsá, Hutti sig ekki um set fyrr en 1836, eins og áður er fram komið. Líklegast er, að þeir Þórður Sveinbjörnsson og Guðmundur Þorsteinsson hafi kynnzt, er Þórður beitti sér fyrir stofnun Búnaðar- félags Suðurlands 1837, félags, sem hann var formaður fyrir til dauðadags, en Guðmundur stofnaði 1843 Eystri-Hrepps-manna tún- og jarðabótafélag, svo að þar hafa leiðir þeirra eflaust legið saman. 1 Ur fórum Jóns Árnasonar, Rcykjavík 1950, 1, 80. 2 Ur fórum Jóns Árnasonar, Reykjavík 1950, I, 105.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.