Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Page 58

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Page 58
58 FINNBOGI GUÐMUNDSSON og síðar brátt í Hlíð í Gnúpverjahreppi. Lýður sonur hans, einnig bóndi í Hlíð, eríði síðan handritið. Arið 1906 kviknaði í baðstofunni í Hlíð, en handritið bjargaðist úr eldinum. Svanborg dóttir Lýðs erfði handritið eftir föður sinn og flutti það að Keldum á Rangárvöllum, var gift frænda sínum Skúla Guðmundssyni, Brynjólfssonar. Svan- borg gaf loks Kristínu dóttur sinni handriti'ð 1949, og flutdst það með henni til Reykjavíkur 1965. Það hefur þannig haldizt í ætt Þorsteins Halldórssonar og jafnan verið talið ættardýrgripur. í handritinu kemur fram, að Þorsteinn hóf að skrifa það á nýársdag 1796 og lauk við það 28. apríl 1801. í meginhluta þess er fylgt biskupasögum Jóns prófasts Halldórs- sonar í Hítardal, og lýkur því með sögu Jóns biskups Vídalíns, en síðan heldur Þorsteinn áfram eftir öðrum heimildum og endar á Hannesi biskupi Finnssyni. Jafnframt er í handritinu Hirðstjóra annáll Jóns prófasts Halldórs- sonar, en hann var sem kunnugt er prentaður í umsjá Guðmundar Þorlákssonar í 2. bindi Safns til sögu íslands og íslenzkra bókmennta 1886. Seinast í handritinu fer kafli, er nefnist Lögmenn á íslandi og Þorsteinn hefur einkum skrifað eftir lögmannatölum þeirra feðga, sr. Jóns Halldórssonar í Hítardal og sr. Vigfúsar sonar hans. Ekki verður þess freistað hér að gera grein fyrir afstöðu umrædds handrits til annarra biskupasagnahandrita, en þeim dr. Jóni Þor- kelssyni og Hannesi Þorsteinssyni var ekki kunnugt um þetta handrit hans, er þeir gáfu út biskupasögur Jóns Halldórssonar 1903-15. Ekki verður nú vitað með vissu, eftir hvaða leiðum Þorsteinn hefur fengið forrit sín, hvort hann hefur leitað beint til Hannesar biskups Finnssonar eða aðrir haft þar meðalgöngu. Prestur Keldnaþinga á ritunartímanum var sr. Jón Hinriksson, er varð aðstoðarprestur sr. Orms Snorrasonar 1773 og að fullu við lát Orms 1776 og hélt til æviloka 1801. í íslenzkum æviskrám er vitnað til þeirra ummæla Hannesar biskups Finnssonar um sr. Jón, „að hann sé kennimaður með afburðum, ágætlega gáfaður og reglusamur". Ormur Snorrason fær og hið besta orð bæði hjá Harboe, Finni biskupi Jónssyni og sr. Ólafi Gíslasyni í Odda, síðar biskupi. Athyglisvert er, að sr. Orrnur lærði fyrst hjá sr. Jóni Halldórssyni í Hítardal, svo að hann hefur þekkt vel til hans og Finns sonar hans, síðar biskups. Áður var getið sennilegs sambands Þorsteins við sýslumennina Þorstein Magnússon og Jón tengdason hans Jónsson, en Valgerður

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.