Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Side 66

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Side 66
66 EYSTEINN SIGURÐSSON 9 Hver klokkeslet paaminder mig, At Tiden skrider hemmelig, Og uformærkt den sniger hen, Indtil jeg bliver Stov igien. 9 Kjörviss þá stunda klukkan slær, kall það í hlustum vakið fær: „Mínútan hvör til grafar greitt gang þinn leiðir, ei stansar neitt.“ Hér sýnist Hjálmar enn bæta við persónugervingu, en það er þó ekki ótvírætt. Af orðalaginu er ekki fullljóst, hvort stundaklukkan ávarpar hann persónugerð eða sláttur hennar framkallar einungis viðvörun um að minnast dauðans í huga hans. í því sambandi skal tekið fram að gæsalappirnar hér eru viðbætur mínar og skera ekki úr í þessu efni; þær eru ekki í handritum Hjálmars. Miðað við það sem á undan er gengið er þó fyrri skýringin líklegri, og er þetta þá fimmta persónugervingin í röð sem hann eykur inn í verkið. Þegar hér er komið skiljast hins vegar leiðir með þýðingunni og frumtextanum. Næsta erindi Hjálmars er þetta: 10 Tímaglasið þá tæmast sé, talar það skýrt, svo ræðande: „Síðsta þitt ævi sandkornið senn er til grafar útrunnið.“ 2 ræðande: ræðandi, 1440. Þetta á sér ekki hliðstæðu í danska sálminum, en er hins vegar augljóslega sótt í næsta sálm á eftir í bókinni, hinn 19., sem nefnist „Tiden hengaaer, Doden tiltraaer. Sangviis befattet, under den Melodie: O JEsu for din Piine, etc.“ Hjálmar bætir hér inn þýðingu á upphafserindi þessa sálms, sem er þannig: Mit timeglas det rinder, Mit feyerverk slaaer af, Og dermed mig paaminder Om doden og min grav. Sem sjá má hefur hann hér sama hátt á og í erindunum á undan, persónugerir tímaglasið, lætur það ávarpa sig og minna sig á dauð-

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.