Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Side 79

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Side 79
LANDSBÓKASAFNIÐ 1983 79 vík. — Steindór Steindórsson fyrrv. skólameistari, Akureyri. — Torfi Jónsson rannsóknarlögreglumaður, Reykjavík. - Þjóðskjalasafn Is- lands, Reykjavík. — Þórarinn Jóhannsson, Reykjavík. Landsbókasafn íslands þakkar öllum, er fært hafa því handrit að gjöf eða beint þeim til safnsins með öðrum hætti. ÞJÓÐDEILD Vinnu við hið svonefnda ís-MARCsnið, er frá var greint í síðustu Arbók, var á árinu haldið áfram, einkum eftir að Stefanía Júlíusdóttir tók til starfa aftur að lokinni námsdvöl sinni vestan hafs. Fjárlaga- og hagsýslu- stofnun hefur síðustu misseri greitt ýmsan stofnkostnað vegna tölvuvinnslu þjóðbókaskrárinnar og undirbúnings enn frekari tölvu- væðingar. T. a. m. gerði stofnunin á árinu safninu kleift að kaupa tölvuskjá af gerðinni NorthStar Horizon; ennfremur tölvuprentara. Þá hljóp Fjárlaga- og hagsýslustofnun undir bagga með Landsbóka- safni vegna óvænts forritunarkostnaðar, er hlauzt af því, að laga þurfti forrit að nýjum vélakosti Prentsmiðjunnar Odda, er annast prentun Islenzkrar bókaskrár. íslenzk bókaskrá og hljóðritaskrá 1982 komu út síðla sumars, og var það vel af sér vikið, þar sem útkoma skránna 1981 haíði dregizt fram í febrúar 1983. Vinna við samsteypuskrána 1974—1978 var á árinu hafin að nýju í umsjá Ólafs Pálmasonar og Hildar Eyþórsdóttur. Verður mikið verk að leiða hana til lykta, meðal annars vegna þess, að henni þarf að fylgja skrá um þau rit frá þessum árum, er heimtust ekki safninu fyrr en eftir lok umrædds tímabils. DEILD ERLENDRA Fast starfslið deildarinnar var sem hér RITA segir: Ólafur F. Hjartar deildarstjóri, Aðalheiður Friðþjófsdóttir, Agnar Þórð- arson, Halldór Þorsteinsson, Svanfríður Óskarsdóttir, Sigríður Helgadóttir og Jeífrey Cosser, þrjú hin seinustu í hálfu starfi hvert, en Jeffrey Cosser vann jafnframt sem lausráðinn í'hálfu starfi. Þá vann Aslaug Ottesen sem fyrr hluta úr starfi. Gunnar Skarphéðinsson var lausráðinn til afleysinga, eins og skýrt er frá í kafianum um starfslið.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.