Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Page 82

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Page 82
82 LANDSBÓKASAFNIÐ 1983 Nanna Ólafsdóttir bókavörður valdi efni og sá um sýninguna. Landsbókasafn efndi um vorið til sýningar á handritum skrifarans mikla Þorsteins fræðimanns Halldórssonar í Skarfanesi, en tilefnið var, að frú Kristín Skúladóttir frá Keldum færði safninu að gjöf biskupasagnahandrit Þorsteins, sem frá segir á öðrum stað í þessu yfirliti, auk þess sem birt er í heftinu grein landsbókavarðar um Þorstein Halldórsson. Sjöfn Kristjánsdóttir bókavörður hafði aðalumsjón með sýning- unni. Landsbókasafn minntist um haustið með sýningu aldarafmælis Páls Eggerts Ólasonar, sem raunar var 10. júní 1983. Þótt Páll væri aldrei fastur starfsmaður safnsins, vann hann stórvirki í þágu þess, svo sem með samningu Skrárinnar um handritasöfn Landsbókasafns- ins, 1.—3. bindis og 1. aukabindis. Sýnd voru verk Páls, útgáfur, þýðingar og ýmislegt, sem um hann var ritað. Guðrún dóttir Páls gaf Landsbókasafni Islands í tilefni sýningarinnar eiginhandarrit doktorsritgerðar hans um Jón Arason, eins og áður hefur verið getið. Ólafur Pálmason deildarstjóri annaðist uppsetningu sýningarinnar í samvinnu við starfslið handritadeildar. Á jólaföstu var efnt til sýningar á hluta bókagjafar þeirrar hinnar miklu, er Landsbókasafni íslands barst um haustið frá Landsbóka- safninu í Nuuk á Grænlandi, en frá gjöfinni segir fyrr í þessu yfirliti. Ólafur Hjartar deildarstjóri sá um uppsetningu sýningarinnar og naut við það að nokkru aðstoðar frú Benedicte Þorsteinsson, græn- lenzkrar konu, sem hér hefur verið búsett um árabil. Landsbókasafn átti nokkra aðild að sýningu, sem efnt var til í apríl í Norræna húsinu í samvinnu við Háskólabókasafnið í Ósló og Den illegale presses forening. Annemarie Lorentzen ambassador Norð- manna átti frumkvæði að sýningunni, en efni hennar voru rit þau, er gefin voru út í Noregi á stríðsárunum þrátt fyrir bann þýzku herstjórnarinnar. Erling Gronland, fyrrum forstöðumaður þjóðdeildar Háskólabóka- safnsins í Ósló, en síðar starfsmaður við Norsk Krigstrykksamling, hafði aðalumsjón með uppsetningu sýningarinnar. Kom hann gagn- gert til íslands í því skyni og naut þá m. a. aðstoðar Ólafs Pálmasonar deildarstjóra í Landsbókasafni.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.