Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Page 84

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Page 84
84 LANDSBÓKASAFMÐ 1983 oft vill verða við stjórnarskipti, styður viðtakandi stjórn ekki ætíð sum þau mál, er fráfarandi stjórn lét sér annt um. Þjóðarbókhlöðumálinu var í því efni nokkur hætta búin, enda kom það á daginn. I fjárlagafrumvarpinu í október 1983 fyrir árið 1984 voru einungis ætlaðar tvær milljónir til bókhlöðunnar, er síðar í meðförum þingsins og fyrir atbeina Ragnhildar Helgadóttur menntamálaráðherra voru hækkaðar í sjö milljónir. Hluti þessa fjár hefur gengið til að ljúka greiðslum fyrir verkþætti sl. árs og til að búa í haginn fyrir það mikla verk, sem nú bíður innan húss og vonandi verður unnt að snúa sér að af afli sem allra fyrst. í tillögum byggingarnefndar 1. júní sl. er lagt til, að bókhlöðusmíð- inni verði lokið 1988, en þá verða tíu ár liðin frá því, er framkvæmdir hófust við Birkimel. Landsbókasafni íslands,.!. október 1984, Finnbogi Guðmundsson

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.