Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Síða 4

Frjáls verslun - 01.10.1967, Síða 4
4 FRJÁLS VERZLUN VIÐSKIPTAHEIMURINN ASÍA Kommúnistar eru á undanhaldi í álfunni. Indónesar bjóða erlent fjármagn velkomið og efla einkaframtak. Stjórnmálatengsl við Kína eru rofin og indónesískir sendiráðsstarfsmenn í Peking sitja í stofufangelsi; meinað að halda heim. Sambúð Indónesíu og Malasyu er með ágætum, eftir að Sukarno var steypt af stóli. Stjórnmálasambandi hefur aftur verið komið á. Burma og Kambodía, sem áður hölluðu sér að Kinverjum halla sér nú að vestri. BANDARÍKIN Johnson forseti hefur hótað, að beita neitunarvaldi til að stöðva frumvarp um innflutningstakmarkanir. Hann álítur, að bandarískur útflutningur yrði í hættu staddur, ef innflutningshömlur verði settar á. Skoðanakannanir sýna, að Rockefeller ríkisstjóri gæti nú sigrað Johnson, ef forsetakosningar færu fram. Fylgi hans nemur 57%, en Johnsons 43%. BRETLAND De Gaulle hefur á nýjan leik komið í veg fyrir inngöngu Bretlands í EBE. Frakkar segja samninga um aðild ekki geta hafizt, fyrr en Bretar framkvæmi stórfelldar breytingar í efnahagsmálum, m. a. að fella sterlingspundið. Slíkar ráðstafanir séu þó aðeins fyrsta skrefið til viðræðna. Eftir aukakosningarnar í Bretlandi á dögunum, er ljóst, að þjóð- ernissinnahópar geta ráðið úrslitum í næstu þingkosningum. I Skot- landi og Wales eru fjölmörg þingsæti Verkamannaflokksins í hættu, ef dæma má af yfirburðasigri skozku heimastjórnarmannanna nú. DANMÖRK Flo'kkur Larsens kann að klofna á næstunni. Vinstri armur- inn heimtar meiri völd og að Larsen hætti undanlátssemi gagnvart sósíaldemókrötum. Gamli maðurinn er ekki á því. Kann deilan að enda þannig, að Larsen-flokkurinn verði án Larsens. JAPAN Viðskiptastríð við Bandaríkin gæti verið framundan. Hagsmunir risanna rekast á og bandarískir kaupsýslumenn krefjast innflutnings- takmarkana á japanskar vörur. Japönsk fjárfesting erlendis er mjög mikil, nú síðast í Alaska. Fiskiskipafloti þeirra er svo ágengur, að fiski- mönnum annarra landa þykir nóg um. NÍGERÍA Stríðið heldur áfram, en Enugu, höfuðborg uppreisnarmanna, fall- in. Skæruhernaður í frumskógunum gæti staðið til eilífðar nóns, því að Biaframenn telja um líf eða dauða að tefla. PERÚ W Keppinautur íslands í fiskmjölsframleiðslu er illa staddur fjár- hagslega. Gengið var fellt um 45% í sumar og verkalýðsfélög heimtuðu 40% kauphækkun. Verkföll og önnur óáran dundi yfir og útlitið erekki bjart framundan. ÞtZKALAND <?? „Mesta bylting, síðan framleiðsla okkar hófst,“ segja talsmenn Volkswagen-verksmiðjanna inn nýja VW-1300. Á bílnum eru þrír gírar áfram, einn fyrir innan-borgarakstur, einn þjóðvegagír og einn fyrir hæðótt land. Kúplingspetali er enginn.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.