Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Side 13

Frjáls verslun - 01.10.1967, Side 13
FRJÁLS VERZLUN 13 hvíla á, en ekki dauðar handahófs- formúlur, sem gerðar eru á hné sér. Efla íslenzkt framtak með öllu móti og miða framkvæmdir ríkis- valdsins við að styrkja undirstöð- urnar. Hvaða neyðarráðstafanir þarf nú að gera til bráðabirgða til þess að forða stórtjóni, meðan unnið er að því að koma stefnubreyt- ingu í framkvæmd, fer ég ekki út í nú, en ég legg áherzlu á, að engar neyðarráðstafanir til bráða- birgða koma að haldi til fram- búðar, því að grundvallarstefn- unni og vinnuaðferðunum þarf að breyta. Þá vil ég nota tækifærið til þess að segja, að gera verður strax skyndiráðstafanir í lánamálum til þess að tryggja, að góð fyrirtæki og atvinnurekstur, sem þjóðin verður að byggja afkomu sína á, stöðvist ekki hreinlega og verði að hætta. Slíkt hlýtur að gerast, ef bjargráðaráðstafanir eru ekki gerðar án tafar, því að ekki geta þessi fyrirtæki borgað töpin með skipum sínum, vélum eða húsum. íslenzkur atvinnurekstur þolir ekki þá lánapólitík, sem rekin hefur verið og rekin er. Það er ekki svo mikið einkafjármagn laust á íslandi, að unnt sé að fara að, eins og verið hefur. F.V.: TeljiS þér rétt, aS leitazt sé viS aS hindra almennar launa- hœkkanir d nœstu mdnuSum, og ef svo er, hvaSa aSferSir teljiS þér heppilegastar til þess? E. J.: Einn liður í nýrri stefnu þarf að vera sá að taka tafarlaust upp raunhæfa og nána samvinnu við launþegasamtökin um úrlausn- ir í kjaramálum, sem þurfa að miða að því að auka kaupmátt dagvinnukaupsins. Kaupgjalds- málin eða öllu heldur kjaramálin verða ekki slitin úr sambandi við málefni atvinnulífsins eða ýmsa aðra liði eins og húsnæðismálin. Þess vegna þarf þetta að skoðast í heild. Endurreisn atvinnulífsins og skynsamlegar ráðstafanir í húsnæðismálum eru undirstöður að farsælli lausn kjaramálanna. F.V.: Hvaða ráðstafanir í gjaldeyrismálum teljið þér œski- legastar með hliðsión af minnk- andi gjaldeyristekjum þjóðarinn- ar? E. J.: Erfiðleikana í gjaldeyris-

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.