Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Síða 17

Frjáls verslun - 01.10.1967, Síða 17
FRJÁLS VERZLLIN 17 Frá aðalfundi Verzlunarráðs íslands. maðurinn að lokum: „Ég er bjart- sýnn á framtíð Verzlunarráðsins, því ég þykist vita, að áhugi ríki hjá meðlimum ráðsins fyrir vel- ferð þess og að vilji er fyrir hendi, meðal hinna ýmsu aðila þess fyrir samstarfi, ekki einungis til eigin hagsbóta, heldur og til aukinnar velferðar þjóðarheildarinnar." SKÝRSLA STJÓRNAR. Þegar formaður hafði lokið ræðu sinni, tók til máls Þorvarður J. Júlíusson, framkvæmdastjóri Verzlunarráðsins, og flutti skýrslu stjórnarinnar, las reikninga ráðs- ins og útskýrði þá. Ræða hans fjallaði um viðskiptamál, launa- mál, verðlagsmál, tollamál, Toll- vörugeymsluna, Verzlunarbanka íslands h.f., 50 ára afmæli V.Í., að- ild ráðsins að stofnunumognefnd- um, Verzlunarskóla íslands og nokkur önnur atriði. Hann gat þess, að stjórn Verzl- unarráðsins hefði haldið 11 fundi á starfsárinu, en framkvæmda- stjórn 15 fundi. Á fyrsta stjórnar- fundi var Kristján G. Gíslason kjörinn formaður ráðsins ogMagn- ús Brynjólfsson 1. varaformaður. Á fundi íj.amkvæmdastjórnar sama dag var Gunnar J. Friðriks- son kjörinn 2. varaformaður. Framkvæmdastjórnina skipuðu, auk formanns og varaformanna, þeir Egill Guttormsson, Haraldur Sveinsson, Hilmar Fenger, Björg- vin Schram, Othar Ellingsen, Sig- urður Ó. Ólafsson, og eftir að Kaupmannasamtök íslands gengu í Verzlunarráðið í marz s.l., tók Sigurður Magnússon sæti í fram- kvæmdastjórninni. Þá rakti framkvæmdastjórinn þróun efnahags- og viðskiptamála að undanförnu, og sagði m. a.: „Á síðast liðnu ári urðu mikil þátta- skil í efnahagsmálum landsins. Þróun, sem staðið hafði nær óslit- ið í fimm ár, snerist við. Útflutn- ingsframleiðsla hafði farið ört vaxandi, bæði að magni og verð- mæti, og ráðið mestu um hraðan vöxt þjóðartekna og viðskipta. Vorið 1966 tók verð að falla á helztu útflutningsafurðum lands- ins, svo sem frystum flökum, síld- arlýsi og mjöli og hefur síðan yfir- leitt stefnt í lækkunarátt. Líklegt er, að verðið hækki eitthvað aft- ur, þó að ekki verði náð sama marki og fyrir verðfallið.“ Síðan fór framkvæmdastjórinn nokkr- um orðum um einstaka þættiefna- hags- og viðskiptamálanna og ræddi þar næst um þau viðhorf, sem skapazt hafa í utanríkisvið- skiptum vegna stefnu markaðs- bandalaganna og versnandi að- stöðu íslendinga á mörkuðum er- lendis. Hann sagði: „Þá er rétt að minnast á annað, sem þrengt hef- ur kosti landsins í utanríkisvið- skiptum, myndun og þróun mark- aðsbandalaganna í Evrópu. Hér er um að ræða eins áratugs sögu við- skiptasamstarfs, sem við íslend- ingar höfum svo til eingöngu ver- ið áhorfendur að. Sú saga er flest- um kunn í aðalatriðum, en við höfum ekki talið hana snerta okk- ur svo mjög, meðan við höfum búið við hagstæð framleiðsluskil- yrði og batnandi viðskiptakjör. Nú er þetta skeið runnið á enda og brýn nauðsyn orðin á því að kanna, með hvaða hætti hagsmun- um landsins verði bezt borgið gagnvart bandalögunum tveimur, Fríverzlunarbandalaginu og Mark- aðsbandalaginu. Hvort bandalagið um sig hefur bætt samkeppnisað- stöðu aðildarríkja sinna með því að fella niður innbyrðis tolla. í Fríverzlunarbandalaginu er það aðallega viðskiptastaðan á Bret- landi, sem hefur beðið hnekki. Á frystum fiskflökum er þar 10% innflutningstollur, sem íslending- ar verða að greiða, en Norðmenn selja freðfisk þangað tollfrjálsan. Sama hefur gilt um síldarlýsi og hefur valdið því, að Danir hafa endurselt íslenzkt síldarlýsi, bland-

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.