Frjáls verslun - 01.10.1967, Síða 23
FRJÁLS VERZLUN
23
sýslu, koma óvænt skilaboð úr
Reykjavík frá Ólafi Thors og
þremur félögum hans. Einn helzti
bóndi sýslunnar flytur skilaboðin,
þar sem skorað var á Sjálfstæðis-
menn í sýslunni að kjósa Tryggva
Þórhallsson, og jafnframt var
Kristjáni gert ljóst, að þeir félag-
ar æsktu þess, að hann hyrfi frá
framboði sínu. Kristján leitaði
skýringa á þessu ósamræmi. Ólaf-
ur Thors ítrekar áskorun sína, en
Jón Þorláksson hvetur hann til að
halda fast við framboð sitt, og það
gerði Kristján. Átti þetta eftir að
hafa áhrif á samstarf hansviðólaf
Thors, sem varð mestur áhrifa-
maður innan Sjálfstæðisflokks-
ins, og var þetta ekki í eina skipt-
ið, sem þá greindi á, hinn fram-
sækna formann Sjálfstæðisflokks-
ins, Ólaf Thors, og Kristján Guð-
laugsson. En þeir voru þrátt fyrir
þetta kunningjar og Kristján met-
ur störf Ólafs Thors mikils. Var
Kristján formaður Sambands
ungra Sjálfstæðismanna um skeið.
Sama ár og Kristján lauk lög-
fræðiprófi gerðist hann starfsmað-
ur h.f. Shell á íslandi. Aðalverk-
efni hans var að ferðast um land-
ið og semja um viðskipti fyrir
hönd framkvæmdastjórans, Hall-
gríms Tuliniusar. Var hann hjá
fyrirtækinu til ársins 1938. Kynni
hans af mönnum og málefnum
landsbyggðarinnar og störf hans
við þingskriftir á háskólaárunum
veittu honum allgóða yfirsýn yfir
málefni landsins. Þetta kom hon-
um að góðu gagni, er hann gerðist
ritstjóri Vísis árið 1938, en því
starfi gegndi hann til ársins 1953.
Upplag Vísis var eitthvað um
600 eintök, þegar Kristján tók við
blaðinu, en undir hans stjórn varð
upplagið allt að 13000 eintökum.
Er það viðurkennt, að Kristjáni
ber heiðurinn fyrir þær umbætur,
sem urðu á efni blaðsins og stjórn,
og fóru þar saman ritleikni hans
ogskipulagshæfileikar. Hafðihann
áprjónunum miklar áætlanir varð-
andi framtíð blaðsins í upphafi,
en síðari heimsstyrjöldin truflaði
þær að mestu, þótt verulegum
breytingum yrði fram komið.
Vísir var undir stjórn Kristjáns
aldrei leiðitamt flokksblað Sjálf-
stæðisflokksins. Kristján fór þar
sem oftar eigin leiðir, og lét sér í
léttu rúmi liggja, þótt slíkt
skapaði honum óvild einstakra
ráðamanna. Og ef til vill er
það þetta skapgerðareinkenni
Kristjáns, að halda áfram ótrauð-
ur að settu marki, þrátt fyrir efa-
semdir annarra, sem hefur orðið
þess valdandi, að hann hefur kom-
ið svo miklu í verk um dagana.
Þar sem Kristján þótti frekar
óþægur flokksmaður, var hætt að
boða hann á þingflokksfundi Sjálf-
stæðisflokksins. Hann studdi ut-
anþingsstjórn dr. Björns Þórð-
arsonar, á sama tíma og Sjálfstæð-
isflokkurinn barðist gegn henni
leynt og ljóst. Hann var andvígur
ýmsum aðgerðum nýsköpunar-
stjórnar Ólafs Thors, þar sem
hann var þeirrar skoðunar, að
áhrifa kommúnista gætti um of
í sumum stefnumálum stjórnar-
innar. Og hann mælti með Gísla
Sveinssyni, þegar hann bauð sig
fram til embættis forseta íslands,
en þá studdi Sjálfstæðisflokkur-
inn séra Bjarna Jónsson vígslu-
biskup. Aðaleigendur blaðsins
studdu einnig séra Bjarna, og
SKÚLAGÖTU 63, símar 18560, 10447
VESTURGÖTU 3, sími 13027
Verkfæri og mælitæki alls koitar til vélsmíða
Log- og rafsuðuvír, málmar í plötum og stöngum