Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Qupperneq 31

Frjáls verslun - 01.10.1967, Qupperneq 31
FRJÁLS VERZLUN 31 tvær: í fyrsta lagi hafa Austur- Evrópuríkin, einkum Sovétríkin og Pólland, stóraukið fiskfram- leiðslu sína og þurfa því ekki að flytja inn eins mikið magn af fiski og áður. í öðru lagi hafa ýms- ar vörur, sem áður voru háðar innflutningsleyfum og mikið flutt- ar inn frá Austur-Evrópu, verið settar á frílista og verið fluttar meira inn frá frjálsgjaldeyris- löndum síðan. Þó hafa íslenzk stjórnarvöld verndað viðskiptin við Austur-Evrópu með ýmsum ráðstöfunum. Meginhlutinn af olí- um og benzini er t. d. fluttur inn frá Sovétríkjunum eða 395 tonn í ár. Og stærsti hlutinn af strá- sykri er fluttur inn frá Tékkósló- vakíu og Póllandi. BATNANDI FRAMLEIÐSLUGÆÐI. Framleiðslugæði vara frá Aust- ur-Evrópu hafa batnað mikið hin síðari ár, og eru ríki þessi á mörg- um sviðum nú alveg samkeppnis- fær, hvað varðar verð og gæði. Hefur salan á mörgum vöruteg- undum frá A.-Evrópu haldizt hér, enda þótt slíkar vörur hafi verið settar á frílista. Innflutningur á öðrum vörutegundum að austan hefur hins vegar dregizt saman, eftir að hömlur á innflutningi þeirra voru afnumdar. Svo er t. d. um járn og timbur, sem mikið hefur verið flutt inn frá Sovétríkj- unum, en þær vörur voru settar á frílista í janúar 1966. Er það þó ekki fyrst og fremst vegna þess, að gæði þessara vara þyki betri í vestrænum ríkjum, heldur vegna þess, að afgreiðsla þessara vara er hraðari og liprari í frjálsgjald- eyrislöndum en í Austur-Evrópu- ríkjunum. SÖLUERFIÐLEIKAR. Það er fyrst og fremst síld, freð- fiskur og fiskimjöl, sem Austur- Evrópuríkin hafa keypt af íslend- ingum. Fyrstu 3 árin eftir stríð áttu íslendingar veruleg viðskipti við Rússa, en síðan féllu þessi við- skipti niður og hófust ekki á ný fyrr en 1953. En það ár var gerð- ur 2ja ára viðskiptasamningur milli íslands og Sovétríkjanna og samkvæmt honum keyptu Rússar m. a. af okkur 21 þús. tonn af frystum fiskflökum, 10 þús. tonn af Suðurlandssaltsíld, 3000 tonn af freðsíld og 80000 tunnur af saltaðri Norðurlandssíld. Hafa síld og freðfiskur síðan verið hefð- bundnir liðir í viðskiptasamning- um fslands við Sovétríkin. í gildi er nú 3ja ára viðskiptasamningur við Sovétmenn. Samkvæmt hon- um geta Sovétmenn keypt árlega af okkur 12—15 þús. tonn af fryst- um flökum, 5 þús. tonn af heil- frystum fiski og 10—15 þús. tonn af saltsíld. Er það þó undirveiðum okkar komið, hvort unnt er að flytja allt þetta magn út til Sovét- ríkjanna árlega. Tékkar, Pólverjar og Austur-Þjóðverjar hafa einnig keypt af okkur mikið af freðfiski og síld. Þó reynist æ erfiðara að selja þessar fiskafurðir til þessara landa. Pólverjar létu þess getið í síðustu samningaviðræðum, sem fram fóru í Reykjavík í haust, að fyrirtæki þau í Póllandi, sem hefðu með höndum matvælakaup, hefðu nú frjálsari hendur en áður um slík innkaup. Þau keyptu nú vörurnar þar, sem hagkvæmast væri hverju sinni. Yrðu íslend- ingar því að reka aukna sölustarf- semi í Póllandi, ætluðu þeir að selja áfram fisk þangað. Er aug- ljóst, að íslendingar verða að stór- auka sölustarfsemi í Austur- Evrópulöndunum vegna hinnar nýju stefnu þar, ætli þeir ekki að missa markaði sína í þessum löndum. LEIT AÐ NÝJUM MÖRKUÐUM. íslendingar verða að gera sér það ljóst, að ríki þau í Austur- Evrópu, sem auka fiskveiðar sínar og fiskframleiðslu ár frá ári, munu ekki hafa eins mik- inn áhuga og áður á innflutningi fisks frá íslandi. íslendingar verða því einnig að huga að nýjum mörkuðum fyrir síldarafurðir sín- ar. □IIMERS CLUB (CREDIT CARD) AÐALUMBOÐ: Austurstræti 6,3ja hæð. Sími18354 er rétti tíminn til að panta dagatöl eru bezta auglýsingin allan ársins hring Talift t’/ð ahliBEt' fyrst 30 ára reynsla í framleiðslu dagatala Félagsprent- smiðjan h.f. SPÍTALASTÍG 10 - SÍMI 1-16-40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.